föstudagur, nóvember 18, 2005

Partýtröll

Tók þetta sérdeilis skemmtilega próf á netinu. Kom í ljós að ég er partýtröll! Það skal samt tekið fram að prófið var um hvernig tröll ég væri, ekki hvurslags partýanimal :þ

Hér kemur svo lýsingin:

Partítröll
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.
Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur. Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu. Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er


En til að kryfja þetta aðeins: Ég á ekki iPod, ég veit ekki einu sinni hvað þetta Fred Perry er, og þó ég viti hvað adidas er, þá hef ég alla vega ekki átt svoleiðis skó í rúm 10 ár alla vega (man ekki lengra aftur um skóeign svo ég ætla ekki að fullyrða um það ;o) EN... eins og komið hefur fram á þessari bloggsíðu þá finnst mér OC skemmtilegt! :o) Veit samt ekki alveg hvað er að marka þetta því ég valdi eldhúspartýið fram yfir dansgólfið hehe. (Og það er bara út af þessari athugasemd sem ég þori ekki að trúa þessu 100%, engu öðru!)

En alla vega, ef þið viljið kynnast ykkar innra trölli, þá er slóðin þessi: http://b2.is/?sida=tengill&id=134018

Lenti samt í smá krípi á leiðinni heim úr skólanum áðan. Var að læra með Líney og Tinnu Karen fram á kvöld svo klukkan var orðin vel rúmlega 9 þegar ég var að labba heim (jamm, partýtröllið alveg að meika það í kvöld ;o) Þegar ég er alveg að verða komin heim stoppar mig maður á hjóli, og ég hélt fyrst að hann ætlaði að fara að spyrja mig til vegar eða eitthvað, en nei, þá spurði hann mig hvort ég hefði verið með manninum sem var rétt fyrir aftan mig. Nei, það var ég ekki og þá sagðist hann bara hafa viljað vara mig við því hann væri búinn að elta mig nánast alla götuna (sem er btw frekar löng og tekur hátt í 10 mín að labba!). Það fylgdi líka með að honum (hjólamanninum) hefði þótt þetta einkennilegt, s.s hvað hinn hélt sig nálægt mér án þess að vera að tala við mig, og ákveðið að tékka á mér.
Á meðan þetta samtal átti sér stað lét göngumaðurinn sig hverfa inn í eina af fjölmörgum hverfisbúðum hérna en ég þakkaði hjólamanninum fyrir og komst fylgdarlaus á leiðarenda. Það er ágætt að vita að fólk hérna fylgist með hvert öðru og ómakar sig við að aðstoða það (og passa upp á það ;o) ef þörf krefur. Ef ég fer hins vegar að hitta þennan hjólamann oft á næstunni þá ákveð ég samt kannski að túlka söguna öðruvísi ;o)

Held samt að ég verði að fara að lækka í MP3 spilaranum þangað til ég kemst aftur á hjólið, því ég heyri nottlega ekki hvað fer fram í kringum mig. Það gæti þess vegna verið einhver að anda í eyrun á mér án þess að ég tæki eftir því!

En jæja, ætla að hitta Líney uppi í skóla í fyrramálið svo ég er farin í bólið :o)

Góða nótt og knús til allra

Fríður

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Þekkið þið eitthvað af þessum lögum/plötum?

Þetta eru þau lög og þær plötur sem voru á toppi tónlistarlista í hinum ýmsu löndum daginn sem ég fæddist. Held að ég kannist við eitt lag!

UK single Geno by Dexy's Midnight Runners
USA single Call Me by Blondie
Australia single I Got You by Split Enz

UK album Sky 2 by Sky
USA album Against The Wind by Bob Segar

En það er greinilegt að ég er alveg uppi í skýjunum af þessum plötum að dæma, eða nöfnunum á þeim þeas. Veit hins vegar ekki hvort Blondie lagið hafi haft einhver áhrif á háralitinn, það er alla vega ekki háralitur foreldra minna sem gerði það, svo mikið er víst, þannig að þetta er kannski bara ágætis skýring ;o)

Þið getið fundið ykkar eigin lög/plötur með því að fara inn á http://www.albumvote.co.uk og prófar sjálf.Þetta blog var í boði Jenna kattar.

Meira símabögg!

Fékk enn eitt böggið í dag þegar ég opnaði síma/netreikninginn minn, og sá að verið var að rukka mig fyrir teknikerbesög í annað skipti. S.s. heimsóknina sem ég á ekki að þurfa að borga fyrir!

Og sem sannur Íslendingur þá lét ég nú ekki vaða svona yfir mig á skítugum skónum og eftir að hafa grandskoðað þessa tvo reikninga sem ég hef fengið, og undirbúið mig fyrir þetta vel og vandlega, þá hringi ég í þjónustuver Cybercity (Ég þarf ekki einu sinni að leita að númerinu lengur!) en þar þarf ég varla að kynna mig lengur því það þekkja orðið allir röddina mína ;o)

Tala fyrst við einhver sem sendir mig svo á einhvern annan, og haldiði ekki bara, að þetta hafi verið mistök, og ekki einu sinni tengd þessari annarri heimsókn þann 1 nóvember, heldur því að teknikerinn átti að koma 20 október en það gleymdist að senda mér bréfið! Ég gat nottlega engan veginn vitað það þannig að ég fæ nýjan reikning sendann á næstu dögum, 695 krónum lægri en þessi :o)

Veit ekki hvort þetta er dæmi um að gæfan sé að snúast mér í hag, en alla vega þá hefur ógæfan ekki jafn miklar peninga-afleiðingar og hún hefur haft hingað til sem verður að duga í bili ;o)

Fór annars og skoðaði verð á nýjum dekkjum. Kostar 50 kall að láta gera við dekkið sem verður örugglega ofan á núna, annars er það 175 kr + 70 kr í vinnu á dekk :o/ Bíð með að kaupa ný dekk þangað til ég sé eitthvað rosa tilboð þegar þeir fara að reyna að losna við lagerana sína!

Stefáns-fréttir. Það á að leggja hann inn í tvær vikur uppi á st Jósefs í Hafnarfirði, og hann verður ekki útskrifaður fyrr en daginn sem hann er að fljúga hingað! Það er eins gott að útskrift tefjist ekki! En það á alla vega að fara að gera eitthvað róttækt í þessum vandamálum hans og vonandi að það komi eitthvað út úr þessu :o/

Yfir og út

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Takk Jenni :o)

Eitt í viðbót.

Jenna tókst að kenna mér í gær hvernig ég get horft á þetta undarlega format af OC sem ég er búin að vera að hlaða niður, þannig að nú get ég haldið áfram að horfa :o) Þúsund þakkir og klapp til Jenna, hann er sko án efa bestur!

Og Sigyn, ég get sko alveg sent þér þetta með Stefáni þegar hann fer aftur heim, svona til að svala þörfum þínum líka :o)

Farvel Anna María og takk fyrir helgina :o)

Jæja, þá er heimsóknin hennar Önnu Maríu því miður búin. Hún kom á fimmtudeginum og fór aftur á sunnudaginn, eftir slatta búðarrölt, skoðunarferð um Köben ala Fríður og smá djamm auðvitað :o) Því miður var þetta líka hálfgert framhald af þessari ólukku viku sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarið! Byrjaði á því að þegar ég ætlaði að fara að hjóla heim úr skólanum á föstudaginn var afturdekkið vindlaust þannig að ég endaði á því að labba heim. Þar reydnar beið mín nýja símkortið og mér tókst að fá bæði heimasímann og internetið í gang, sem var nú bara nokkuð jákvætt, loksins! Dreif mig svo upp á fisketorvet til að hitta Önnu en komst þar að því að ég gat ekki notað nýja símkortið til að hringja/senda sms til útlanda og hringdi því í Smarttalk og afleiðingar þess samtals er hægt að lesa um í "Ég hata Túnisbúa". Eftir að hafa labbað nokkra hringi á Fisketorvinu gafst ég upp á að leita að Önnu, því ekki gat ég hringt í hana og fór heim. Um kvöldið kíktum við svo á ágætis pöbbarölt, að hluta til með þeim Gry og Jason, og ég held að ég hafi séð gamla eðlisfræðikennarann minn :o)

Á laugardaginn var svo afmælispartý hjá Kasper bekkjarbróður og hittumst við nokkur úr bekknum hjá Evu fyrst. Áður en það byrjaði tókst mér samt að vera tekin í metró ekki með neinn miða, og þetta er sko í annað skipti á allri æfinni sem ég hef ekki borgað í almenningssamgöngur, og kannski 5 skipti sem ég er spurð! Týpiskt ég, og týpiskt þessi vika! Með því að vera ljóshærð og bláeygð tókst mér samt að losna við sektina :þ en það er nokkuð ljóst að ég bara borga minn lestarmiða héðan í frá, sama þótt lestin sé alveg að fara eða what ever!

Settist niður með Líney í gær og við skipulögðum nám okkar til 14 des. Þá verðum við búnar að fara yfir allt efnið sem verður til prófs í janúar, en það verður ansi stíft prógram í gangi! Eins gott hvað við erum skemmtilegar því annars værum við þokkalega búnar að fá leið hvort á annarri!

Er svoldið að spá í því að hringja í mömmu túnisbúans (er sko með símanúmerið á símareikningnum mínum) og segja henni hvurslags ömurlegan einstakling hún hefur alið upp, og að hann tími ekki einu sinni að borga símtölin til hennar sjálfur heldur steli símum af fátækum námsmönnum til þess. Eini gallinn að ég gæti líklega alveg eins talað íslensku við hana því ég geri ekki ráð fyrir að hún tali ensku (Meiri fordómar kannski) og ekki tala ég frönsku.

En þá er það skólinn!