fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Maðurinn með borinn

Það er maður eða kona sem býr i einhverri af íbúðunum í kringum mig sem er með mikinn áhuga á því að nota borvél. Hann/hún er búin að vera að bora í steinveggi (heyrist dýpra og hærra hljóð en þegar borað er í tré/gifsveggi) síðan í október, tók smá pásu núna yfir mánaðarmótin jan/feb, en er byrjaður aftur núna. Í morgun byrjaði svo íbúinn í íbúðinni við hliðinna á rúmveggnum mínum að negla kl. 8 í morgun!!! Mikil framkvæmdagleði í húsinu greinilega, og ég alveg að njóta þess að vera heima með útvarpið í botni til að yfirgnæfa hljóðin :o)

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Til hamingju með daginn skátar :o)

Í dag, þann 22. febrúar, er fæðingardagur Sir Roberts Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og mikils áhrifavalds í mínu lífi sem og milljóna annarra. Man ekki alveg hvað hann hefði orðið gamall, en svona ca einhvers staðar í kringum 150 árin ;o) Reyndar skömm að því að muna þetta ekki, eftir að hafa lamið þetta inn í hausinn á svo mörgum, í fjöldamörg ár, hehe.

Ætlaði að fara að hitta sjúklinginn minn í morgun, en það gekk nú ekki betur en svo að ég varð að aflýsa því þar sem það tekur um 2 tíma að komast þangað, og þar með tvo tíma til baka. Við ætluðum að hittast kl. 9 en svo þurfti ég að mæta í skyldumætingartíma kl. 12:15 þannig að ég hefði þurft að leggja af stað frá henni Ásu (Fiktion nafn) um 10 leytið sem hefði gefið kl.t. samtal en ekki 2-3 eins og fyrirmælin segja, plús það að fyrir þennan eina kl.t. hefði ég þurft að fara í 4 tíma ferðalag!!! Þarf samt að fara og hitta lækninn á morgun og er að hugsa um að taka með mér skólabók í lestina ;o)

Annars gleymdi ég pinkóðanum á DANkortinu mínu í gær, með fullt færiband af matvöru í nettó fyrir samtals 219 krónur. Mátti fara út í hraðbanka og taka út af ísl. debetkortinu mínu á meðan vörurnar biðu. ;o) Bara heppni að ég var með það með mér því yfirleitt er það heima í skúffu. Tókst að rifja upp kóðann seinna, en af því nú hef ég samtals 3 x stimplað inn vitlausann kóða síðan í október, þá er búið að loka kortinu mínu og ég verð að fara í bankann og væla það út að það verði opnað aftur. Heppni samt að það er út af gleymdum kóða sem því var lokað, en ekki af því að ég hafi farið yfir á því, því þá yrði það bara ekkert opnað aftur, og möguleikar mínir á því að hafa DANkort yfir höfuð næstu 5,5 árin farnir fyrir lítið :o) Þjónustan er sko alveg að gera sig hérna, og greinilegt að hér eru það kúnnarnir sem eru til fyrir bankana en ekki bankarnir fyrir kúnnana eins og maður á að venjast ;o)

Er loksins að fara verða komin af stað í hinu raunverulega námsefni mínu þessa önnina. Gat krossað út fyrsta atriðið á leslistanum í dag, sem ekki var FADL eða sprogkursus-efni. Er nú samt langt komin með nokkur önnur svo nú er það bara að drífa sig og klára það svo ég geti sett fleiri krossa :o)