föstudagur, júní 22, 2007

búin að panta öll flugin mín :o)

Jæja, þá small þetta allt saman að lokum.

Búin að panta flug frá DK til London þann 27. júlí á 5000 ISK, London til Reykjavíkur þann 12. ágúst á rúmlega 20.000 ISK og svo Reykjavík til Kaupmannahafnar þann 29. ágúst á tæplega 10.000 ISK. 3 flugfélög og tæplega 12.000 ISK á legg. Og þá vitið þið líka hvenær ég verð á Íslandi, og hægt að panta tíma í hitting frá og með núna ;o)

Hef annars varla vitað hvað ég á af mér að gera þessa síðustu daga. Engar skólabækur sem bíða, ekkert sem á eftir að lesa og ekkert sem bíður þess að vera gert. Eiginlega alveg óþekkt tilfinning svona síðustu árin, svo mér datt helst í hug að fara að lesa um nýrun, fyrst ég á nú einu sinni bókina sem efnið er í. Beytti sjálfa mig ströngu til að VERA Í FRÍI!!!! og lesa Harry Potter sem er í millilendingu hérna á leiðinni til Íslands ! Maður kann þetta varla lengur!

Annars er enn einn missirinn við það að búa í útlöndum í dag. Bidda móða á afmæli í dag, og heldur upp á 50 árin sín á Litla-Lóni í blíðskaparveðri. Væri sko meira en til í að vera þar með ykkur öllum! :o( En það verða bara hjartanlegar afmælisóskir frá mér til þín Bidda, og góða skemmtun í partýinu! :o)

þriðjudagur, júní 19, 2007

Loksins loksins loksins

er ég komin í sumarfrí!!!

Síðasta, og fyrsta, prófið í dag. Öll fögin í einum pakka og stór slaufa utan um, eins og venjan er hérna í dk. Tívolí á morgun með íslenska genginu, og svo bara, allt það sem átti að gera "eftir nítjánda..."

Slökun í 5-10 daga, og svo bara vinna á fullu. Ohh, þetta verður svo ljúft!!!!!

And by the way.

Við erum komin með íslenskan síma!!!

Já, þið lásuð rétt, það er hægt að hringja í okkur á íslenskum heimasímataxta (að því gefnu að þið hringið úr heimasíma ;o)


Númerið er 496-0389,

can't wait to hear you!!!! :o)