fimmtudagur, apríl 05, 2007

Tengdó í heimsókn, páskaeggin raðast á okkur og páskalærinu reddað. Þangað til það má borðast, þá er það bara eitt stykki helv.... biokemi skýrsla, 4 kaflar í biokemi, 6 kaflar í farmakology og heilt ár af gögnum frá WAGGGS. Og svo vonandi einhver vinna...

"Allir" sem ég þekki á IMWE, svo bara góða skemmtun þið "allir" :o)

Kem heim í lok apríl í nokkra daga (99,9% öruggt), til Slóveníu í rúma viku, aftur til Íslands 11-13 maí ef af verður, og svo enn aftur til Íslands 25.-29. maí. Búin að bóka og borga þann miðann svo það er 100% :o) Ég verð sem sagt bara í þvi að fljúga til og frá Íslandi þann mánuðinn, en meira af því seinna :o)

Þannig að nú er það bara að skipuleggja góð partý þar sem ég get hitt alla í einu.... Jón Ingvar og Jenni, ég treysti á ykkur í því samhengi :þ

mánudagur, apríl 02, 2007

Sólskin, 15 gráðu hiti, brunch niðri við söen með Guðný Stellu og hvítvínsglaaa...ööös.

Gerist það betra?