sunnudagur, maí 18, 2008

það sem á daga manns drífur

Á mánudaginn fór ég á vakt.
Á leiðinni niður í lyftunni eftir vaktina truflaði mig maður við að senda sms, með orðunum: "undskyld, men må jeg forstyrre". Ég svaraði manninum sem virkaði nett áhyggjufullur að já, það mætti hann nú alveg. Spurningin sem hann hafði var:

"Hvernig veit maður að maður er óléttur?"

Ég útskýrði fyrir manninum að best væri að kaupa sér óléttupróf í t.d. apóteki, eða bara í Nettó þar sem þau standa í stórum bunkum við kassann. Eða kannski að tala við lækninn sinn.

Hann vildi ekki tala við lækninn, því hann vildi komast að því, án þess að læknirinn vissi. Veit ekki enn af hverju það var, en hann var alla vega orðinn nokkuð viss á því hvernig ætti að nota óléttupróf eftir þetta samtal við mig, enda fórum við marga hringi í því hvernig maður kemst að því að maður sé óléttur.

Seinna sama dag var ég á leið út úr Panum, (skólanum minum) tannlæknamegin. Klukkan varð greinilega 17:00 meðan ég var í hringhurðinni, því hún hætti að hreyfast og læstist. Og ég sat föst í glerbúri. Frekar fyndin upplifun :o)