fimmtudagur, júní 07, 2007

Sviss


5 tímar í brottför, síðasti hlutur á leið niður í tösku og svo bara rúmið. Í dag fór leskerfið í vitleysu og mig vantar einn dag upp á. Reddum því í 9 daga buffernum ;o)

Stefán kom heim frá Noregi í dag, og "Kaja Amma" (amma hans) og Þórir Már (bróðir hans) komu í dag, ásamt sænska legg fjölskyldunnar. Allir á leið á útskriftarsýningu hjá Jóhanni, sem ég missi því miður af. Fæ að sjá sólóið hans á vídjói síðar.

þriðjudagur, júní 05, 2007

á Íslandi náði ég að hitta Önnu og Jens sem voru að skoða innréttingar í nýja húsið sitt :o) Þau gistu hjá mér (mömmu) og þar með gátum við hittst seint á kvöldin og snemma á morgnana en annars hefði líklega orðið minna úr hittingi. Gott fyrirkomulag fyrir busy people!!!

Og svo kom íslenski sjúkraþjálfunarbekkurinn minn úr útskriftarferð frá Thailandi í gær, og stoppaði í morgunmat og tívolí í Köben. Snilldardagur og takk kærlega fyrir hann öll sömul :o)
En þetta þýðir sem sagt að ef ég hefði ekki ákveðið að gerast læknir, þá hefði ég verið að fara að útskrifast eftir 12 daga!!!!! Alveg ótrúleg tilhugsun, og kannski helst fyrir það að manni finnst maður allt í einu vera að verða fullorðinn!! Búinn í skóla og bara lífið sjálft eftir!!! Eins gott að það á ekki við um mig ;o)

Hef þau Hauk og Rannveigu ennþá hjá mér, en þau fara ekki heim fyrr en á miðvikudaginn svo enginn tómleiki í kotinu hjá mér, þrátt fyrir endalaust rápið á kallinum.....

adios pípúl