föstudagur, apríl 21, 2006

já, þú ert komin aftur!

S - frh: Þú ert búin að vera lengi í burtu.
F: Nei, þetta tók nú ekki svo langan tíma er það?
S: Ja, það eru alla vega nokkrir mánuðir síðan ég sá þig síðast.
F: Neiii..., það getur nú ekki verið alveg svo langt síðan er það?
S: Ja, þetta var alla vega þó nokkuð ferðalag sem þú fórt, var það ekki? Þú varst í annarri heimsálfu var það ekki?

Einhvern vegin svona hljómaði samtal sem ég átti um hálf tólf leytið í gær við sjúklinginn sem ég sat yfir í nótt. Ég hafði hitt hann í fyrsta skipti kl. 11:00 og þetta umrædda "ferðalag" mitt hafði verið fram að drykkjarborðinu þar sem ég hafði sótt drykki handa okkur báðum. S.s. ca 3 mín!

Var sem sagt á vakt á neurologískri deild, fyrir sjúklinga sem meðal annars hafa fengið heilablóðföll eða -blæðingar. Eru held ég erfiðustu vaktirnar sem ég tek því það er yfirleitt ekki hægt að rökræða við þessa sjúklinga eða gera ráð fyrir neinu þegar maður kemur. Hver sjúklingur er algerlega nýr og óþekktur, og ekki hægt að gera ráð fyrir almennum umgengnis og siðareglum!

En ég er að koma heim á morgun!!! :o)
Verð í 10 daga og ætla að nota dagana í að lesa en kvöldin og helgarnar til að "hitta fólk" þannig að ef þú ert ein/einn af þeim sem ég á að hitta, endilega bjallaðu í íslenska númerið mitt :o)

Keypti líka nýtt hjól í gær. Afmælisgjöf frá Stefáni svo núna minnist ég hans í hvert skipti sem ég fer út úr húsi ;o) Og nú svíf ég um, upprétt á kremlituðu kellingarhjóli, með bros á vör og dótið mitt í körfunni framan á. ( ég valdi hjólið sjálf sko, bara til að fá það á hreint ;o) Hefði samt ALDREI látið mér detta í hug að kaupa svona hjól heima á Íslandi en svona er maður háður almenningsálitinu og tískustraumum! Það verður samt að viðurkennast að það er mun þægilegra að vera á svona hjóli þegar maður þarf ekki að böðlast upp brekkur, tala nú ekki um þegar maður er alltaf með níðþunga töskuna á bakinu

Keypti tollinn minn í Nettó áðan svo núna ætla ég að fara að pakka honum ásamt öllu hinu sem á að fara heim niður í tösku. Það eru 20 tímar þangað til ég verð lent í Keflavík :o)

Adios!

miðvikudagur, apríl 19, 2006

3 dagar þangað til ég kem heim :o)

Eftir nákvæmlega 3 sólarhringa verð ég komin heim til mín!!!

Á þessum tíma verð ég líklega búin að fá eitthvað gott að borða (treysti á Stefán í því sambandi :oþ ) og jafnvel skella mér í heitan pott eða eitthvað álíka huggó og þægilegt.

Ég hlakka til!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Búin með TAS!!!

Fékk það staðfest áðan að ég þarf ekki að gera synopsis í Sundhedspsykologiunni svo frá og með deginum í dag er ég formlega búin með TAS :o) Það kemur til með að spara mér u.þ.b. 10 daga lestur og vinnu í ritgerð, sem ég get í staðinn notað í próflestur!!!

Þetta er dagur gleðinnar!!

mánudagur, apríl 17, 2006

´Hjólasögur!

Fylgdi Kusu á flugvöllinn áðan. Það var sorglegt, en bætir samt svoldið úr að það eru ekki nema 1 mánuður og 3 dagar þangað til við sjáumst aftur :o)

Fór á Nordhavn stöðina á leiðinni heim og gerði við hjólið mitt. Vingjarnlegur dani kom og bauð mér aðstoð við lagfæringarnar en ég afþakkaði því þetta var svo sem ekkert sem ég hafði ekki gert áður og engin ástæða að hann yrði allur svartur á höndunum líka! Vildi samt taka þetta fram í framhaldi af umræðunni um "dónalegu" danina :þ

Kláraði að gera við hjólið og lagði af stað heim. Náði að hjóla 20 metra áður en það fór í klessu aftur og er nú að spá í að klippa bara á gírana og sjá hvað verður. Það getur alla vega ekki orðið gagnslausara en það er núna!!! Þetta varð hins vegar til þess að ég þurfti að taka extra tíma til að þrífa mig heima og var þess vegna orðin of sein að hitta tvö bekkjarsystkin mín í verkefnavinnu uppi í skóla. Kom út aftur í hellirigningu og fattaði að ég hafði gleymt símanum mínum. Ákvað að hlaupa aftur upp og hringja til að láta þau vita en komst þá að því að því hafði verið aflýst. Það var gott að ég hringdi því það hefði ekki verið gott fyrir geðheilsu mína að labba í hálftíma í grenjandi rigningu til þess eins að fara aftur til baka!!! ;o)

Þarf hins vegar núna að gera smá könnun á því hvað eru bestu hjólin og skella mér svo á eitt slíkt. Ef einhver er með tillögur þá er allt vel þegið!

Yfir og út!