fimmtudagur, júlí 26, 2007

Sumar í köben

Mamma og pabbi eru búin að vera hérna í nokkra daga núna. Afskaplega ljúft, og þvílíkur lúxus að við erum með 3 hjól svo við erum búin að geta hjólað út um alla borg. Fórum stóran túristahring og skoðuðum skólann minn að utan, litlu hafmeyjuna, langelinien, Kongens Nytorv og eitthvað fullt fleira, ásamt því að hjóla um nánasta og aðeins fjarlægara umhverfi mitt hérna á Norrebro og Fredriksberg. Sumir hjóluðu meira en aðrir samt því þegar við mamma fórum í Fields að redda dýnu fyrir alheimsmótið fyrir mig, fékk pabbi sér auka hjólatúr. Held bara að allir hafi verið ánægðir með það... ;o)
Auk þess erum við svo búin að fara út að borða, í Tívolí og horfa á laser-sýningu og svo bara njóta þess að slaka á.

Í dag fóru þau svo af stað til Túnis ásamt Jóni og Þórarni, og ég fór og hitti Fanney og Kristinn í Tívolí. Nóg af fólki í Köben s.s. eins og venjulega!


Ég er hins vegar komin í sumarfrí, og er bara að reyna að byrja að pakka fyrir Jamboree :o)
Fyrsta skrefið búið, bakpokinn kominn upp úr kjallaranum...