miðvikudagur, júní 28, 2006

Heim!!!!

Búin að panta flug heim!

14 júlí til 2. september!!! Vá hvað þetta verður ljúft. Smá tími til að chilla á Króknum og fara í útilegur, og svo præklinikið í ágúst. Reyndar smá túr til Ítalíu þarna í byrjun ágúst, en það er bara rétt til að fá lit áður en maður skellir sér heim aftur.

Hanna og Óttar voru annars að fara út úr dyrunum með fjölskylduna. Voru hérna í nótt, og við skelltum okkur í tívolí í gær. Eins og sönnu tívolíbarni sæmir fékk ég candy-floss, líklega það stærsta sem ég hef séð!!!!!!! :o) Við hittum líka aðeins Huldu og fjölskyldu þar, smá uppbót fyrir tímaleysið í gærmorgun :þ . Á morgun koma Kristín og Svala til að fara á Hróarskeldu. Fer út á flugvöll til að heilsa upp á þær en veit ekki hvort ég sé þær eitthvað meira en það. Tónlistin og festivalið heilla greinilega meira en ég...

Fjölskylduútilega um helgina á Íslandi, og jarðarför á þriðjudaginn. Það er á svona stundum sem maður vill vera heima hjá sér.

sunnudagur, júní 25, 2006

Frí?

búin að vera að upplifa Hróarskeldustemmninguna í lestinni undanfarna daga, á leið í vinnuna. Fékk 3 gangvaktir í röð uppi í Roskilde og verið samferða hópi af fólki á öllum aldri, heilu fjölskyldunum jafnvel, á leiðinni uppeftir.

Er farin að sjá svoldið eftir því að hafa ekki drullast til kaupa miða áður en varð uppselt! VIð gerum þetta í tíma á næsta ári Jenni ;o)

Fór annars upp í vitlausa lest í morgun á leiðinni heim, fattaði það í Ringsted og komst ekki út fyrr en í Slagelse. Þar þurfti ég að bíða í kl.t. eftir því að komast í svo pakkaða lest að ég gat ekki einu sinni snúið augunum, hvað þá meiru :o) Það breytist samt þegar við komum til Roskilde aftur ... Spurning samt um að fara að sofa meira?

Hulda og Birgitta systir hennar voru hérna í nótt, verst hvað ég náði að sjá lítið af þeim, pga þessu óvænta lestarferðalagi ;o) Fór svo upp á svalir og svaf þar í dag. Ekki of lengi samt til að verða ekki eins og rauður karfi... Er að hugsa um að gera þetta næstu daga, gæti haft góð áhrif á litaraftið...

Fór á pósthúsið á Köpmagergade í fyrradag og hitti fyrir tilviljun strák sem ég kynntist á ráðstefnu fyrir ári síðan. Frekar fyndið þar sem hvorugt átti von á að hitta hitt hérna ;o) Ætla að fara að hitta hann áður en ég fer á vakt.