fimmtudagur, janúar 18, 2007

1 down, 1 to go

Jæja, þá er fyrri hluta þessarar martraðar lokið. Markmiðið að vera ekki undir ca 2/3 á spottinu og það hafðist þrátt fyrir afskaplega takmarkaðan árangur í biokemi og neurofys hluta þess prófs... ;o)

Ingunn kom ekki í heimsókn en fékk að gista tvær nætur. Nýtti svo gærkvöldið og hluta af deginum í dag í að gera allt það sem ekki hefur verið gert undanfarnar vikur. Slaka aðeins á (=stelpukvöld eins og það gerist best í gær ;o) og trappa niður fyrir lokatörnina, fara í búð og langa sturtu, og riðja smá göngustíga í draslið sem er búið að safnast upp. Í kvöld var það svo bara aftur á fullt. Eða alla vega svona næstum því, það er alla vega á fullt á morgun ...

Munnlega prófið verður svo líklega á mið eða fim svo það er vika eftir, og 10 dagar í Kína :o)

Bólusetningar á föstudaginn, og ég fer út algerlega óvarin fyrir lifrarbólgu B því ég er of sein til að þær nái að virka. Eins gott að ég tók mér tíma í það tveimur mánuðum fyrir brottför að fara til læknis til að tékka á því hvaða bólusetningar ég þyrfti og hvenær ég þyrfti að koma til að fá þær!

Annars fjölgaði í Kínahópnum þegar sambýlismaðurinn fjarverandi ákvað að skella sér bara með. Sjáum til hvernig honum gengur að eiga við 3 Björkustelpur í einu en við hlökkum alla vega öll alveg voða mikið til ;o)

yfir og út