fimmtudagur, maí 11, 2006

Litli frændi minn á afmæli í dag

Hann er reyndar ekkert svo lítill lengur. Hann er orðinn 20 ára gamall!!!
Hann Gunnar Karl sem ég man eftir þegar ég var að skipta á honum á stofugólfinu heima hjá ömmu og afa (undir vökulu auga foreldranna þó ;o) og ég passaði í mörg mörg ár. Til hamingju með daginn kallinn minn, og ég vona að þú hafir átt skemmtilegan afmælisdag!!!

Er annars á leiðinni til Köge, á næturvakt. Þegar maður fer til Köge fær maður 2 tíma aukalega borgaða því það er svo langt þangað (eins gott að stelpan á vaktbureauinu minnti á það, annars hefði ég gleymt að setja það inn á launaseðilinn!!!) og auk þess var ég beðin um að koma fyrr svo ég mæti kl 8 og fæ 3 tíma í yfirvinnu. Þetta gera +5 tímar, og plús 6 tímarnir þegar ég fór til Hilleröd fækka skylduvöktunum mínum um vel rúmlega eina vakt :o) Og auk þess verður alveg svaka gaman að fá útborgað ...

Farin til Köge!

þriðjudagur, maí 09, 2006

já, ég er að byrja í próflestri...

..enda hefur mér aldrei dottið jafn mikið í hug til að blogga um og núna. Nema kannski í janúar í próflestrinum þá ;o)

Ætlaði í Tívolí með Líneyju og finnska vini hennar, en er búin að týna árskortinu mínu svo það var eitthvað minna úr því. Týpískt samt, þar sem ég er einu sinni búin að nota það, daginn sem ég keypti það!

Ætla samt í staðinn fyrir Tívolí að skella hér inn smá upplýsingum um sjálfa mig, ykkur til gleði og ánægju

(x) drukkið áfengi - uhh, jamm, ætli það ekki
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl- foreldra/vina
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu - og fannst það hræðilegt!!! ;o)
( ) verið rekin/n
( ) lent í slagsmálum
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum - ætli það ekki...
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki - hver hefur það ekki?
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu - samt langt langt síðan!
(x) skrópað í skólanum - verður því miður algengara með hverju árinu :o(
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
(x) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði (sem sagt í snjó)
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika - Rammstein, Metallica, Duran Duran
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up) - fatapokarnir í sveitinni klikkuðu ekki!
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
( ) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
(x) notað falsað skilríki - ekki falsað en ekki mitt...
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur - síminn minn!!!! uhuhuhu
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru - húsdýragarðurinn klikkar ekki. Svo hef ég líka haldið á krókódíl, bara svo það komi fram :o)
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) dansað í tunglskininu
(x) verið vitni að glæp - er of hraður akstur ekki glæpur?!?!
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu) - nei, af hverju ætti maður að verða gagntekinn af þeim?!?!?!
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
( ) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí - þeir kalla alla vega sing star Karóki hérna í Danmörku, þannig að ætli ég verði ekki að segja já.
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk - samt á dagskránni!!!
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) pissað úti

ef þið áttuðuð ykkur ekki á því, þá er krossað við þau atriði sem ég hef gert ;o)

mánudagur, maí 08, 2006

Skattkort

Í dag fórum við Borgný og gerðum það sem við höfum lengi ætlað að gera. Við fórum á skattstofuna til að ná í skattkortin okkar.
Skattstofa þessi liggur í þeim hluta Kaupmannahafnar sem liggur upp að síkinu út á Amager, ásamt bílasölum og tölvufyrirtækjum, og tók það okkur um 45 mín að komast þangað á hjólunum, með smá útúrdúrum og skiltalestri.

Þegar við erum að hjóla inn á planið fyrir framan skattstjórann, kl. korter yfir 3, segi ég við Borgnýju.
"Geðveikt væri það nú fyndið ef það væri lokað!"

Og það var alveg geðveikt fyndið og mér tókst að lengja líf mitt um nokkrar mínútur með hláturskastinu sem ég fékk þegar við komumst ekki inn um sjálfvirku dyrnar og lásum opnunartímann á hurðinni

Mánudagar - Miðvikudagar: 08:00-15:00

Hvaða opinbera skrifstofa lokar kl. 15:00 4 virka daga í viku?!?!?!?!?! (Lokar sko líka á föstudögum)

Magnað helvíti svo ég blóti hérna opinberlega!

En við fengum alla vega þessa góðu hreyfingu og smá lit á axlirnar við þetta, og vitum hvert við eigum að fara næst ;o)

Eyddi annars einum og hálfum tíma á símafundi í kvöld, til að skipuleggja fundinn í Króatíu sem ég kemst ekki á af því ég verð í prófum!!!!!! Gæti farið að grenja. Króatía er eitt það landa sem ég hef hvað lengst verið með á stefnuskránni að koma til, og nú kemur tækifærið. Ókeypis ferð og ég verð að vera heima að læra undir próf!!!! Og næsti fundur verður líklega haldinn í Þýskalandi eða Belgíu aftur, og fundurinn þar á eftir hér í Köben!! Þannig að það er víst lítið um spennandi ferðalög á næstunni, alla vega engin ný lönd :o/

Er nú samt að fara til Noregs eftir 12 daga svo það bætir aðeins úr :o)