föstudagur, mars 21, 2008

Lambakjöt

Jamm, búið að vera nóg af lambakjöti í boði þessa vikuna :o)

Á miðvikudag eldaði ég lambalæri sem ég átti í frysti og bauð læknagellunum. Læknagellurnar sem voru 5 talsins að mér meðtalinni haustið 2005, hafa margfaldað sig, og þrátt fyrir að ekki allir sem í raun ættu heima í hópnum hefðu komist, þá vorum við ellefu að borða. Þó að íslensku sauðirnir séu nú fullvaxta, að þá dugði eitt lambalæri skammt í þennan hóp svo það var líka boðið upp á nýsjálenskt. Gaman að geta borið svona saman, tvennt besta lambakjöt í heiminum ;o) En þetta var alla vega hin ágætasta kvöldstund og eins og alltaf rætt um að við yrðum að gera þetta oftar ;o)

Í gær var svo komið að Guðný og Einari að bjóða í læri ;o) Takk fyrir boðið, þetta var algert æði!

Í kvöld ætla svo Líney og Þórir Már að vera með smá "Páskahygge". Þar verður ekki lambalæri á boðstólunum (sem betur fer kannski ;o) en mér heyrist að það verði nóg af fólki!

mánudagur, mars 17, 2008

í fáum orðum

Föstudagur: Djamm með Borgný, Elvu og Jensu
Laugardagur: Mamma og pabbi komu í heimsókn. Æðislegt að hitta þau aftur, langt síðan síðast ;o) Og ekki spillti fyrir þetta líka girnilega páskaegg (eða þessi...) sem þau komu með! Fanney átti líka afmæli þennan daginn, hjartanlega til hamingju með það :o)

Sunnudagur: Mamma og pabbi fóru aftur, héldu af stað til Madrid, en við öfunduðum þau ekki neitt, það er nú 11 stiga hiti í Kaupmannahöfn.
Mánudagur: Snjókoma í Kaupmannahöfn. Eins og það er nú fallegt á Íslandi, þá er það jafn óþolandi þegar maður er að hjóla heim í Danmörku ;o) Fór á passíutónleika í Trinititetskirkju (eða hvernig sem það er nú skrifað) með Ninu vinkonu. Fyrir þá sem ekki vita hvar viðkomandi kirkja er, þá er þetta kirkjan sem hangir utan á Runde Tårn ;o)

Náði loksins að klára að undirbúa þetta námskeið sem ég á eitthvað að hafa hönd í bagga með í lok mars. Það tók gott betur en þennan 1,5 daga sem ég áætlaði, en hafðist að lokum, og til að líta á björtu hliðarnar, þá er ég búin að lesa nánast allt útgefið efni WAGGGS.

Og svo verður páskafríið nýtt til þess að skella sér á fullt í kynferðisofbeldi. Svona á milli þess sem gestunum verður sinnt, en mamma og pabbi koma aftur á laugardaginn, og Gunnar bróðir líka, svo það verður sannkallað fjölskyldureunion hérna um páskana :o)

Gleðilega páska öll sömul, svona af þvi að hjá sumum er komið páskafrí!