laugardagur, október 08, 2005

Laugardagur til lukku

Well, kominn enn nýr laugardagur. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hérna, ég verð komin heim í jólafrí áður en ég veit af, og út aftur!

Þar sem það er laugardagur í dag, þá þýðir það að það var föstudagur í gær. Og það sem meira er, fyrsti föstudagur í mánuðinum sem er "fredagsbar" í stúdentaklúbbnum hérna. Þá byrja þeir að selja bjór kl 11:00 um morguninn og halda áfram til alla vega miðnættis. Þetta er allt saman rekið sem "non-profit" svo bjórinn er ódýr, en því miður hefur það lítið að segja fyrir mig! Þetta er eins og að fara í vísindaferðir, alltaf bara bjór sem er í boði :( Þetta er hins vegar hið ágætasta tækifæri til að sýna sig og sjá aðra og mjög gaman þarna (hef reyndar ekki verið nema 2 fyrstu föstudaga í mánuði hérna svo það er ekki komin mikil reynsla reyndar ;o)

En alla vega, það var líka Íslendinga-gathering í gærkvöldi, þ.e. íslensku nemarnir á Panum hittust í mat og svo djamm á eftir. Fórum á einhvern tyrkneskan stað á Vesterbro og svo á einhvern snobb-skemmistað. Það var mjög gaman en það var eingöngu félagsskapnum að þakka, ekki af því að það væri svo skemmtilegur þessi staður! Frekar fyndið að fylgjast með þessu liði þarna inni, geðveikt ánægt með að vera komið inn á þennan "inn" stað, að reyna að dansa við ömurlegustu tónlist sem ég hef bara heyrt! Þ.e.a.s sem danstónlist, reynið að dansa við blöndu af þungarokki, djass og country, allt í sama laginu!!! Efast um að það gangi vel, gjörsvovel!! En af því blessað fólkið var komið inn, og þetta var líka svo flottur staður ;o) þá var nottlega ekki annað í myndinni nema að það væri að skemmta sér vel, þó það stæði eiginlega kjurrt á dansgólfinu því það vissi ekki hvernig átti að dansa þarna ;o) Þrátt fyrir að prógrammið á hverfisbarnum dekki bara 40 mínútur þá verð ég nú að segja að ég myndi frekar vilja vera þar heldur en þetta!

Vorum reyndar komin svo snemma að við fengum þetta fína setpláss og gátum bara verið þar :)
Fyndið samt hvað þetta er lítill heimur. Í þessum ca 30 manna hópi var meðal annars stelpa frá Sigló sem var í skóla heima, og seinna meir í sama skóla og Kusa systir í Noregi! Svo var önnur stelpa sem ég er eiginlega nokkuð viss um að ég hafi leikið við þegar ég var yngri. Náði reyndar ekki að tala við hana, en hlýt að fá fleiri tækifæri til þess ;o) Að lokum var svo stelpa sem er eiginkona Ladda Seguls sem var með mér á Gilwell! (Þið skátar skiljið þetta :o)Við ákváðum að við yrðum einhvern tímann að hittast með Ladda líka, verður gaman að sjá gripinn því það er orðið ansi langt síðan ég sá hann síðast! Og svo voru auðvitað fyrsta árs stelpurnar sem ég var samt búin að hitta allar áður.

Fór síðan aðeins niður í bæ með Ann-Sofie, sænsku stelpunni sem bjó hérna um tíma, og enduðum á McDonalds áður en við fórum heim, the perfect ending of course ;o)

Þetta útstáelsi hafði samt þær afleiðingar að ég vaknaði ekki fyrr en um 3 í dag, hef bara ekki sofið svona lengi síðan ég var unglingur að koma heim úr skátaferð eða eitthvað! Er samt búin að gera alsherjar "hreingerningu" í dag, og næ smá kemi í kvöld líka :o)

Er farin að horfa á fréttirnar á Rúv, ótrúlega þægilegt að geta bara horft á þetta á netinu!

Reyni að setja inn myndir fljótlega, þarf bara að finna út úr því hvernig á að gera það fyrst ;o)

Knús og kossar

fimmtudagur, október 06, 2005

Afi á afmæli í dag

Hann afi á afmæli í dag. Ég geri reyndar ekki ráð fyrir að hann lesi þetta, en alla vega, til hamingju með afmælið :o) Hringi í hann seinna í dag svo hann fái örugglega kveðjuna!

Ég er reyndar að þykjast vera að læra lífeðlisfræði. Er samt búin að læra þetta áður þannig að þetta er meira upprifjun svo þetta ætti ekki að vera svo slæmt en er samt engan veginn að nenna þessu. Hlusta bara á Robbie Williams í staðinn og blogga pínu ;o)


Ákvað samt að segja ykkur aðeins frá bekknum mínum, Hold 101. Við erum ca 24 í bekknum, og ég er 3. yngst!!!! Hefði átt að hafa meiri áhyggjur af því að vera gamalmennið í hópnum!!! ;)

En hérna kemur skarinn:
*Zohreh Abbariki: 27 ára hjúkrunarkona. Kemur frá Írak, er gift íröskum lækni og á 6 ára son
*Sirvan Akrawi: 28 ára verkfræðingur. Kemur líka frá Írak en hefur búið í Svíþjóð síðan hann var 11 ára. Hann á mjög afbrýðisama kærustu sem kom sér frekar illa á meðan hann bjó með okkur þremur stelpunum á Holsteinsgötunni ;o)
*Emmanuel Erich Bernard: 32 ára fransk/danskur bóhem af lífi og sál. Er búinn að vera að dútla sér við að taka stúdentspróf undanfarin 6-8 ár, og ákvað svo að sækja um í læknisfræði. Mjög sérstakur náungi.
*Niels Essemann: 43 ára flugmaður. Giftur og á tvö börn.
*Signe Filskov: 27/8 ára hermaður. Ný skilin við manninn/kærastann.
*Þóra Gerður Guðrúnardóttir: 32 ára tónlistarfræðingur. Kemur frá Íslandi, er lesbísk og tiltölulega nýhætt með kærustunni sinni.
*Margharet Lilli Yt Da Campo Hansen: 26 ára ítölsk/dönsk. Byrjaði í fyrra en er komin aftur og ætlar að taka þetta með trukki í þetta skiptið. Býr í Roskilde með kærastanum sínum og eyðir miklum tíma í ferðalög þar á milli.
*Leik-Endre Hoflandsdal: Dularfulli náunginn í bekknum. Hefur mætti tvisvar. Er held ég frá Noregi.
*Eva-Christina Höjgaard-Hansen: 21 árs, kemur frá Jótlandi og hefur notað tímann síðan hún útskrifaðist til að ferðast. Ein af þeim sem ég er mest með hérna.
*Kanchana Shanmogasundaram Jensen: Rúmlega þrítug, kemur frá Malasíu en er gift Dana og á með honum tvö börn. Bjó í Bandaríkjunum í nokkur ár og er búin með einhverja gráðu í annað hvort líffræði eða efnafræði minnir mig. Er í ca 2 tíma á leiðinni í skólann á hverjum degi, og svo annað eins til baka!
*Lise Vestergaard Jespersen: Rétt um þrítugt, Bandarísk en af dönskum ættum og gift Dana. Er nuddari að mennt.
*Kasper Lorenz Johanssen: 30 ára, búin með einhverja gráðu en man ekki í hverju. Býr með kærustunni sinni og 4-5 ára gamalli dóttur hennar. Segir mér á hverjum degi að danskan mín sé alltaf að verða betri og betri, og enskuhlutfallið minna ;o)
*Ann-Sofie Viktoria Johansson: 26 ára sænskur líffræðingur með stærðfræði sem aukagrein. Menntuð í USA. Er single en lifir mjög fjörugu ástarlífi, ætti að vita það því hún bjó hjá mér síðasta mánuðinn ;o) Eyði miklum tima með henni ásamt Evu og nokkrum fleirum.
*Flemming Karlsen: 29 ára, veit ekki alveg hvað hann hefur verið að gera hingað til, en virðist hafa átt mikið af kærustum, alla vega eru þær margar fyrrverandi í sögunum hans. Mjög sjálföruggur/ánægður en fyndinn karakter með undarlegasta ritstíl sem ég hef nokkurn tímann lesið!
*Morten Ladekarl: 27 ára einhleypur íþróttafræðingur. Mjög fínn náungi en rosalega hlédrægur.
*Maria Rupali Larsen: Veit bara ekkert hver þetta er!
*Tobias Larsson: 28 ára Svíi. Býr rétt fyrir utan Malmö og kemur með lest á hverjum degi.
*Anne Sofie Laursen: 28 ára. Með einhverja gráðu, man samt ekki hvaða. Á Þýskan kærasta og eyðir miklum tíma og peningum í ferðalög til Þýskalands.
*Anna-Louise Bondgaard Pedersen: Barnið í hópnum. Átti afmæli um daginn og varð 20 ára! Sú eina sem kemur beint úr framhaldsskóla. Á ríka foreldra og ætlar sér að njóta námsáranna sem verða fleiri en 6 samkv. hennar plani.
*Mikkel Pedersbæk: Rúmlega 30 ára. Er einhvers konar tölvunörd, giftur og á rúmlega árs gamla dóttur.
*Carsten Gordon Plum: 38 ára arkitekt. Gengur undir nafninu "Mormor" í bekknum. Er í liði með Kasper í dönskukennslunni :o)
*Farzaneh Shakouri: Er einhvers staðar á bilinu 40-45 ára gömul. Ljósmóðir frá Írak og er enn í 80% starfi. Hefur búið í Danmörku í yfir 20 ár, átti danskan mann, er skilinn við hann en á tvær dætur.
*Fríður Finna Sigurðardóttir: 25 ára, íslenskur fyrrverandi sjúkraþjálfunarnemi. Á kærasta á Íslandi, kemur til með að eyða miklum peningum í ferðalög og símareikninga :o)
*Kelly Vainio: 34 ára bandarískur viðskiptafræðingur af dönskum ættum. Á danskan mann. Er mikið með þessari líka.
*Mikkel Berthel Vinding: Ca 30 ára hermaður. Sérstakur náungi, en á allt annan hátt en Emmanuel þó.
*Hans Henrik: Ca þrítugur. Segir ekki mikið og mætir sjaldan.

Jæja, þetta er bekkurinn minn.Undarlegt en skemmtilegt samansafn úr öllum áttum :o)

Farin í lífeðlisfræðina :o/

miðvikudagur, október 05, 2005

Eggjaklukkur í Tiger

Var niðri á Norreport áðan og ákvað að hlaupa inn í Tiger og athuga hvort ég fyndi sæta blómapotta. Var að reyna að troðast þarna í gegn en varð stop í einhverri beygjunni því það var gamall maður að bogra eitthvað niður á borðið fyrir framan sig. Ég, nottlega kurteis skáti, beið bara róleg fyrir aftan manninn en sá þá um leið hvað hann var að gera. Nefnilega trekkja upp allar eggjaklukkurnar í búðinni!!! Spurning um að upplifa prakkarann í sér á gamals aldri!

Yfir og út

þriðjudagur, október 04, 2005

Helgin búin og síðustu húsgögnin komin í hús, alla vega í bili :o)

Jæja, þá er helgin búin.

Þetta er annars búið að vera ansi viðburðarrík helgi, stelpurnar (Madelene og Ann Sophie sem ég er búin að búa með síðasta mánuðinn) fengu íbúðina sína afhenta og fluttu út á laugardaginn svo nú erum við orðin 3 hérna á Holsteinsgötunni. Á laugardaginn fór ég á tónleika með Nínu vinkonu. Vissi ekkert á hvað við vorum að fara, bara að einhver vinur hennar úr skátunum var að fara að syngja. Hún vissi nú ekkert meira, en við komumst sem sagt að því að verið var að flytja píslasögu krists! Smá páskafílingur í þessu en bara gaman að því. Helsti gallinn var samt sá að það hellirigndi svo við vorum blautar inn að beini þegar við loksins komumst á tónleikana, og svo var það bara spurning hvort var kaldara, að vera í öllum blautu fötunum, eða að vera á hlírabol í kirkjunni ;)

Eftir tónleikana fórum við í mat heim til Nínu, Bessie roommate-inn hennar eldaði, og svo fór ég og hitti Davide (þennan ítalska) seinna um kvöldið. Hafði það af að fara í fyrsta skipti út að skemmta mér hérna í Kaupmannahöfn (já, í alvöru!!!) því hingað til hafa öll partý og skemmtanahöld farið fram í lokuðum heimahúsum eða festlokölum, eða þá á stúdentabarnum á Panum.

Þegar við dröttuðumst á fætur á sunnudeginum á Holsteinsgötunni þá var gert langþráð átak í þrifum! Loksins eru öll nauðsynleg áhöld til staðar, (vantar bara ryksugu og þá verður þetta fullkomið :o) og stelpurnar farnar þannig að það meikaði sens að fara að gera eitthvert átak í að koma öllu fyrir hérna. Þannig að, nú er íbúðin glampandi fín, hlutirnir að verða komnir á sinn stað, og meira að segja komin húsgögn!!!
Þ.e.a.s. fleiri en bara gamla rúmið sem stóð hérna þegar ég kom, svefnsófinn úr Rúmfatalagernum og svo fína eldhúsborðið mitt með 4 stólum sem kostuðu saman 750 krónur danskar! Og án spaugs, þetta er mjög fínt eldhúsborð, jafnast næstum á við fína borðið mitt á Nönnugötunni :o(

En alla vega, ég fékk s.s. sendar 2 skóhillur, náttborð og stóra hillu úr Rúmfatalagernum í gær. Á miðvikudaginn í síðustu viku burðaðist ég svo með 30 kg sjónvarpsborð úr Ikea sem þjónar tvöföldum tilgangi, þar af hvorugur að vera sjónvarpsborð, alla leið ofan úr Gentofte (með góðri hjálp frá Michi sem betur fer!!!) Alveg blússandi hamingja yfir þessu öllu saman :o)

Er samt með marblett innan í hægri hendi eftir allt skrúfið í gær, og svoldið vont að halda á pennanum í skólanum í dag!



Rúmfatalagerinn rúlar!