fimmtudagur, apríl 19, 2007

Það er komið sumar...

...og góðra veðra tíð, eða hljómaði það ekki nokkurn veginn þannig?

Alla vega, gleðilegt sumar öll sömul og megi það færa ykkur öllum marga sólríka daga og skemmtilegar upplifanir :o)

Hér ringdi í dag, eftir sumarblíðu undanfarinnar viku, en það er þá bara betra/auðveldara að sitja inni og lesa á meðan! Minnti líka óneitanlega á margar skrúðgöngurnar, að hjóla heim í bleytunni...

Gunnar bróðir er búinn að fá styrk til að læra við Stanford og ég er á leiðinni til Californíu í frí :o) Alla vega einhvern tímann á næstu 5 árum, þeas... Og til hamingju með þetta sleggjan mín! (finnst krúttið eða dúllan eiginlega ekki viðeigandi þegar um ræðir mann sem er hátt í 30 cm hærri en ég ;o)

Svíþjóð á morgun, Ísland á föstudaginn eftir viku. Ég hlakka svo til...

sunnudagur, apríl 15, 2007

dægurmálin

hvað er þetta með danska dægurlagatexta?

Man einhver eftir Svantes vísum sem í ótalmörgum erindum fjallaði um mann sem fer á fætur, drekkur kaffi, borðar morgunmat og horfir á elskaða konu sína koma inn? Aðallega þetta, konan að koma inn ef ég man það rétt.

Nú fjallar eitt heitasta lagið í dönsku útvarpi um mann sem fer á fætur, fer og pissar, og býr svo til pylsur. Og þá erum við ekki að tala um SS pylsur eða neitt þvíumlíkt sem þú og ég myndum vilja borða, heldur danska "dulkóðan" fyrir það að gera númer 2, eða hvað þú vilt kalla það í dag. Ég kalla það bara að skíta, sumum í kringum mig til ama.

Fannst þetta með Svantes full detailerað á sínum tíma, nýja danska hittið er of mikið af upplýsingum.