mánudagur, janúar 08, 2007

Síðasti dagur jóla, 7 janúar!

jamm, í minni fjölskyldu er þetta síðasti dagur jóla og jólaskrautið er tekið niður á morgun. Mamma átti afmæli í gær og ekki tekur maður niður jólaskrautið á afmælisdaginn hennar, og svo á pabbi afmæli í dag þannig að ekki tekur maður það niður í dag heldur!

Og til hamingju með afmælin bæði tvö, og samveruna um helgina. Það var alveg æðislegt að fá ykkur hingað, þó að mér finnist að þið eigið að fara að venja komur ykkar á öðrum tíma en í prófalestri... ;o)

Og þið hin, gleðilegt nýtt ár og megi það færa ykkur giftu og ævintýri! Og það var æðislegt að hitta ykkur sem ég hitti í jóla - "fríinu" ;o)

Annars snýst lífið bara um próflestur og aftur próflestur núna. Undarleg tilfinning að vita að ef maður er heppinn fær maður spurningu um vöðva efri útlims og fær 10, og ef maður er óheppinn fær maður spurningu úr neurofysiologiu, fær 5 og fellur. Það er sem sagt ein spurning á þessu blessaða prófi og skilningur minn á danskri próffræði minnkar með hverri önninni....

Staðan er annars sú að sumt kann ég mjög vel, sumt svona lala, og annað bara alls ekki. Það er kannski ekki óvenjuleg staða 2 vikum fyrir próf hjá mér, en í þetta skiptið sé ég ekki fram á að klára það á næstu 2 vikum sem ég kann ekki, og að rifja upp rest þrátt fyrir maraþonlestur þannig að nú er það próf í heppni :o)

Tölvan tekin úr sambandi, sjónvarpið ekki verið í sambandi síðan fyrir jól (fyrir utan reyndar um helgina þegar m, p og sigyn voru hérna), síminn batteríslaus og hárið skítugt. Jamm, það er verið að tala um simple life hérna...

Megið þið njóta dásemda afþreyingar og íslenskra sundlauga þangað til ég sé ykkur næst.

Yðar auðmjúka