fimmtudagur, mars 29, 2007

Tækniundrin

Ætlaði að vera geðveikt sniðugt einhvern tímann um daginn, skrifaði 3 blogg í einu og setti 2 í geymslu. Birti þau svo næstu daga í þeirri von og trú að það liti út fyrir að ég væri orðin þvílíkt dugleg að blogga, bara blogg á hverjum degi!!!
En nei, Blogspot sá sko við þessum sniðugheitum og birtir þau bara daginn sem þau voru skrifuð þannig að í staðinn fyrir að vera geðveikt dugleg að blogga á hverjum degi er ég bara orðin eitthvert viðundur sem skrifar 3 blogg á hálftíma...
(... sem ég nottlega var, en þú lesandi góður áttir ekkert að vita um... ;o)

Skilaði þessari elsku, skattskýrslunni í gær. Veit ekki hvað það er sem verður til þess að maður byrjar ekki á þessu fyrr en korter í helvíti, því ekki er þetta svo flókið. Allt heila klabbið forskráð, nema dönsk laun. S.s. ein tala til að pikka inn, og svo reyndar af því ég nýtti mér ekki "velja allt" hnappinn í einkabankanum, að þá mátti ég setja inn allt bankadótið líka...

...Jamm, stundum heldur maður að þetta gæti jafnvel verið satt, þetta með ljóskurnar ;o)

Á morgun er það svo íslenskir læknanemar í Köben út að borða. Hlaðborð á Ad Libitum, og áfengið líka á hlaðborði... Held að þeir viti ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig greyin, en þetta verður eflaust ágæt upplifun :o) Hef farið þangað einu sinni áður, þá með alþjóðafulltrúum á skátaþingi, og sem kandídat var ég bara róleg, kannski ekki mjög vænlegt til árangurs í kosningabaráttu að velta um í rauðvíni...

Úr hlaðborðinu skunda ég svo í afmælisveisluna áðurnefndu, og svo í mat til Líneyjar á laugardaginn þannig að eitthvað verður minna úr rólegu lærdómshelginni sem ég ætlaði mér að eiga, fullri af biokemi og skemmtilegheitum.

mánudagur, mars 26, 2007

Fimmtudagsbíó

Við Stefán ákváðum að taka upp á þeirri nýbreytni að halda vídeokvöld á fimmtudögum og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir :o)
(jamm, þetta er mögulegt þegar maður bloggar á íslensku í útlöndum og þekkir aðeins fáa en útvalda sem bæði skilja og eru á staðnum ...)

Nú á fimmtudaginn er ætlunin að sýna myndina "The Queen" með Helen Mirren í aðalhlutverki, sem hlaut akkúrat Óskarsverðlaunin fyrir þetta hlutverk sitt.

Á IMDB segir:
Tagline: Tradition Prepared Her. Change Will Define Her.
Plot Outline: After the death of Princess Diana, HM Queen Elizabeth II struggles with her reaction to a sequence of events nobody could have predicted.
Awards: 6 Oscar nominations, won for best actress performance, 49 other wins (m.a. Bafta verðlaun) and 43 nominations.

Baksíðutextinn: The Queen is an intimate behind the scenes glimpse at the interaction between HM Elizabeth II and Prime Minister Tony Blair during their struggle following the death of Diana, to reach a compromise between what was a private tragedy for the Royal family and the puplic's demand for an overt display of mourning.

Blessuð dagbókin

Ég er ekki alveg að komast inn í þennan danska lífstíl með dagbókina.
Sem dæmi má taka að fyrir ca 6 vikum síðan var mér boðið í afmæli sem verður haldið 30. mars, og stuttu seinna í partý sem verður haldið 20 apríl.

Niðurstaðan er sú að 30 mars er ég tvíbókuð, og helgina 20-22 apríl þríbókuð bæði kvöld!!!!!

















Hvernig er þetta með klónrannsóknirnar?!

Back to the pop

Veit ekki alveg hvað er að gerast þessa dagana, en ég er alveg dolfallin yfir nýjasta laginu frá Christina Aguilera! Gæti ekki nefnt eitt annað lag með henni þrátt fyrir að eflaust gæti ég raulað með einhverju, en nú er ég bara fallin í stafi. Við þetta bætist tiltölulega nýleg aðdáun mín á Robbie Williams!!!!! sem btw náði ekki hátt á óskalistann hjá mér þegar ég var 15 ára, eða tvítug, eða 25 ef því er að skipta!!!

Smá stefnubreyting frá því þegar einu diskarnir í safninu voru með Metallica og Guns and Roses! ;o)