fimmtudagur, maí 08, 2008

jájájá

Sumarið er komið fyrir alvöru í Kaupmannahöfn, og sumarfötin komin fram úr skápnum. Enda eru svartar buxur og ullarjakki ekki beint þægilegur klæðnaður í 23 stiga hita :o) En vetrarliturinn er aðeins farinn að láta undan síga, og komnar rendur eftir mismunandi útgáfur af bolum á axlirnar ...

Það er samt ekki eins heitt hérna eins og var í Portúgal, en maður naut víst lítils góðs af því, þar sem fundarhaldið fór að mestu fram innandyra. Tækifærin voru nú samt nýtt þegar gafst og setið úti, en það voru greinilega ekki Íslendingar þarna á ferð, eins og sést á myndinni...

Á leiðinni heim stoppaði ég svo í Amsterdam, eða öllu heldur Leiden, hjá Jóni Ingvari og ÁLfheiði. Fékk þar crash course útgáfuna af skoðunarferð um Leidein, en ég er nú svo fljót að læra að það var allt í lagi ;o)


Á laugardaginn rann svo upp afmælið mitt, og Pólverjar héldu hann hátíðlegan að vanda. Ég var aðeins hóflegri í veisluhöldunum en þeir og hélt bara lítið boð, en dansinn dunaði nú fram undir morgun og síðustu gestir yfirgáfu placið upp úr 6, svo ég held að allir hafi skemmt sér vel Upptakarinn frá henni Siggu frænku varð hins vegar uppspretta mikilla umræðna og vangaveltna...
Gestirnir voru svo af ýmsum þjóðernum og báru ferðagleði afmælisbarnsins góð merki (ekki að það sé hægt að tala um barn lengur, úff hvað maður eldist!!!)
Tveir gestanna (sem NB höfðu aldrei hist áður...) ákváðu eftir kvöldið að skella sér saman til Kóreu í sumar, og aðrir fundu sér félaga í fótboltaglápið. Og ég fékk fullt af fínum gjöfum svo allir sáttir bara ;o)

Á mánudeginum var svo lokaskil á BS. Magnað eftir allan þennan tíma, og ansi gott að VERÐA bara að hætta. Held að maður hefði getað haldið áfram út í það óendanlega að laga, bæta og breyta, en nú er bara búið að loka fyrir það, allar greinar og annað sem tengdist þessu komið ofan í box, og komið að næstu verkefnum. Eins og kannski námsefni annarinnar :o/
En annars árs bekkurinn minn (af því að innan við helmingur af fyrsta árs bekknum mínum gat haldið áfram upp á annað ár var okkur deilt niður á fullt af öðrum bekkjum á 2 ári) ákvað samt að hittast í "park" og grilla og hygge saman svona til að fagna þessum tímamótum. Þetta er alveg ótrúlega danskt, en líka ótrúlega "huggulegt" :o)

Nú er svo bara ein utanlandsferð eftir (já ég veit að ég sagði ég væri búin með allar ferðir, en þessi bættist við samt sem áður) en hún er líka bara dagsferð til Stokkhólm, svo það telst varla með. Og ég get farið að lesa það sem ég á að vera að lesa, um bakteríur og vírusa, ásamt gigtar- og efnaskiptasjúkdómum, í þeirri von að ná upp öllum hinum...

Takk svo bara fyrir allar afmæliskveðjurnar, ég hafði ekki undan við að svara þeim, svo ég geri það bara hérna :o)