þriðjudagur, janúar 22, 2008

Magnað hvað maður getur lengi verið að gera ekki neitt!
Náði samt að skrifa 4 heimsóknarskýrslur í dag, og sortera fullt af skátapappírum, svo það er smá von til þess að ég geti mætt þokkalega undirbúin um helgina.
Verður óvenjuskemmtilegt flug þar sem það fer dönsk stelpa með mér í flugi, og svo verða Íslendingarnir á svipuðum tíma líka, svo biðin verður fín ;o)




sunnudagur, janúar 20, 2008

loksins líf!

Jamm, prófatörnin er búin. Loksins loksins loksins... :o)
Og hægt að fara að gera allt það sem maður er búinn að hugsa sér að gera síðan fyrir jól, en alltaf endað með; ...þegar ég er búin í prófum!

En íbúðin er alla vega hrein, búið að þrífa út úr öllum hornum, endurraða í fataskápinn, sortera í möppur, búið að lesa í gegnum 4 mailbox, og svara öllu því sem þarf að svara, fara á útsölur, hringja næstum því öll símtölin sem "þurfti/átti/vildi" (einhverjir voru ekki heima ;o), lesa, fara út að labba, sauma.
Og nú er það friends :o)

Er að fara til Sviss á fimmtudaginn í 4 daga, er næstum því búin að pakka, hef ekki verið svona snemma í því síðan fyrir alheimsmót 1995! Aðallega af því að það var svo þægilegt þegar ég var að henda út úr fataskápnum samt ;o)

En vegabréfið mitt er hins vegar á öðru yfirráðasvæði. Ég vona bara að það skili sér á næstu dögum... Það verður samt varla hluti af farangrinum mínum um næstu helgi.

Á morgun ætla ég svo að baka. Þá held ég að það gerist ekki augljósara að ég þarf EKKERT að gera :o)

Ákvað að láta eina mynd síðan á jólunum fylgja með.

Það hefur verið svoldið fyndið að spyrja fólk sem ekki þekkir til, hver það haldi að sé mágkonan í þessum hópi. Það er aldrei rétta svarið :o)