föstudagur, nóvember 18, 2005

Partýtröll

Tók þetta sérdeilis skemmtilega próf á netinu. Kom í ljós að ég er partýtröll! Það skal samt tekið fram að prófið var um hvernig tröll ég væri, ekki hvurslags partýanimal :þ

Hér kemur svo lýsingin:

Partítröll
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.
Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur. Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu. Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er


En til að kryfja þetta aðeins: Ég á ekki iPod, ég veit ekki einu sinni hvað þetta Fred Perry er, og þó ég viti hvað adidas er, þá hef ég alla vega ekki átt svoleiðis skó í rúm 10 ár alla vega (man ekki lengra aftur um skóeign svo ég ætla ekki að fullyrða um það ;o) EN... eins og komið hefur fram á þessari bloggsíðu þá finnst mér OC skemmtilegt! :o) Veit samt ekki alveg hvað er að marka þetta því ég valdi eldhúspartýið fram yfir dansgólfið hehe. (Og það er bara út af þessari athugasemd sem ég þori ekki að trúa þessu 100%, engu öðru!)

En alla vega, ef þið viljið kynnast ykkar innra trölli, þá er slóðin þessi: http://b2.is/?sida=tengill&id=134018

Lenti samt í smá krípi á leiðinni heim úr skólanum áðan. Var að læra með Líney og Tinnu Karen fram á kvöld svo klukkan var orðin vel rúmlega 9 þegar ég var að labba heim (jamm, partýtröllið alveg að meika það í kvöld ;o) Þegar ég er alveg að verða komin heim stoppar mig maður á hjóli, og ég hélt fyrst að hann ætlaði að fara að spyrja mig til vegar eða eitthvað, en nei, þá spurði hann mig hvort ég hefði verið með manninum sem var rétt fyrir aftan mig. Nei, það var ég ekki og þá sagðist hann bara hafa viljað vara mig við því hann væri búinn að elta mig nánast alla götuna (sem er btw frekar löng og tekur hátt í 10 mín að labba!). Það fylgdi líka með að honum (hjólamanninum) hefði þótt þetta einkennilegt, s.s hvað hinn hélt sig nálægt mér án þess að vera að tala við mig, og ákveðið að tékka á mér.
Á meðan þetta samtal átti sér stað lét göngumaðurinn sig hverfa inn í eina af fjölmörgum hverfisbúðum hérna en ég þakkaði hjólamanninum fyrir og komst fylgdarlaus á leiðarenda. Það er ágætt að vita að fólk hérna fylgist með hvert öðru og ómakar sig við að aðstoða það (og passa upp á það ;o) ef þörf krefur. Ef ég fer hins vegar að hitta þennan hjólamann oft á næstunni þá ákveð ég samt kannski að túlka söguna öðruvísi ;o)

Held samt að ég verði að fara að lækka í MP3 spilaranum þangað til ég kemst aftur á hjólið, því ég heyri nottlega ekki hvað fer fram í kringum mig. Það gæti þess vegna verið einhver að anda í eyrun á mér án þess að ég tæki eftir því!

En jæja, ætla að hitta Líney uppi í skóla í fyrramálið svo ég er farin í bólið :o)

Góða nótt og knús til allra

Fríður

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég var líka partýtröll! ussususs...
kv. sigyn

19 nóvember, 2005 18:32  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, við eigum greinilega svona margt sameiginlegt systurnar þrátt fyrir allt!

20 nóvember, 2005 00:39  

Skrifa ummæli

<< Home