föstudagur, desember 07, 2007

Það er komin helgi!

Ósk á afmæli í dag (23 ára gellan, til hamingju með daginn :o)

Ég er búin að finna mér vejleder fyrir B.s. Er að fara að skrifa um Seksuelt Kriminalitet.

Stefán er farinn til Svíþjóðar og verður þar fram á mánudag.

Helgin verður notuð í að læra.

Nema á laugardagskvöldið. Þá er ég að fara að passa þá Daníel og Tóbías.

Það eru 12 dagar þangað til ég kem heim.

mánudagur, desember 03, 2007

jæja, það er eitthvað verið að kvarta undan því að ég láti heyra of sjaldan í mér, svo það er best að reyna að gera eitthvað í því!

Mesta át- og drykkjarhelgi ársins er liðin, en Valli, æskuvinur Stefáns, og Helga konan hans voru í heimsókn, undir fyrirsögninni "35 ára afmæli Valla".
Þetta var alveg snilldar helgi, með mörgum búðarferðum og alveg hreint ansi góðri frammistöði í eldhúsinu hjá þeim félögunum. Við Helga redduðum hins vegar okkar parti með því að bjóða þeim á hlaðborð...

Í gær (sem var afmælisdagurinn) fórum við svo í Tívolí, skoðuðum jólaljósin og sölubásana, prófuðum bestu tækin og enduðum á jólahlaðborði, hvaðan við ultum út og gátum varla hreyft okkur. Get það varla ennþá. Held samt að ég hafi aldrei áður fengið mér í glas mið- fim- föst, lau og sunnudagskvöld, Í RÖÐ!!! Er líka að hugsa um að halda mig bara við vatnið á næstunni...
Á næstunni er svo bara lærdómur, lærdómur og meiri lærdómur. Ásamt því að ljúka jólagjafainnkaupunum, passa æðislegu frændur mína Daníel og Tobías, (mamma þeirra ætlar LOKSINS að taka ítrekuðu barnapíuboðinu mínu ;o) og smá jólaglöggi um miðjan mánuðinn.