fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Meira símabögg!

Fékk enn eitt böggið í dag þegar ég opnaði síma/netreikninginn minn, og sá að verið var að rukka mig fyrir teknikerbesög í annað skipti. S.s. heimsóknina sem ég á ekki að þurfa að borga fyrir!

Og sem sannur Íslendingur þá lét ég nú ekki vaða svona yfir mig á skítugum skónum og eftir að hafa grandskoðað þessa tvo reikninga sem ég hef fengið, og undirbúið mig fyrir þetta vel og vandlega, þá hringi ég í þjónustuver Cybercity (Ég þarf ekki einu sinni að leita að númerinu lengur!) en þar þarf ég varla að kynna mig lengur því það þekkja orðið allir röddina mína ;o)

Tala fyrst við einhver sem sendir mig svo á einhvern annan, og haldiði ekki bara, að þetta hafi verið mistök, og ekki einu sinni tengd þessari annarri heimsókn þann 1 nóvember, heldur því að teknikerinn átti að koma 20 október en það gleymdist að senda mér bréfið! Ég gat nottlega engan veginn vitað það þannig að ég fæ nýjan reikning sendann á næstu dögum, 695 krónum lægri en þessi :o)

Veit ekki hvort þetta er dæmi um að gæfan sé að snúast mér í hag, en alla vega þá hefur ógæfan ekki jafn miklar peninga-afleiðingar og hún hefur haft hingað til sem verður að duga í bili ;o)

Fór annars og skoðaði verð á nýjum dekkjum. Kostar 50 kall að láta gera við dekkið sem verður örugglega ofan á núna, annars er það 175 kr + 70 kr í vinnu á dekk :o/ Bíð með að kaupa ný dekk þangað til ég sé eitthvað rosa tilboð þegar þeir fara að reyna að losna við lagerana sína!

Stefáns-fréttir. Það á að leggja hann inn í tvær vikur uppi á st Jósefs í Hafnarfirði, og hann verður ekki útskrifaður fyrr en daginn sem hann er að fljúga hingað! Það er eins gott að útskrift tefjist ekki! En það á alla vega að fara að gera eitthvað róttækt í þessum vandamálum hans og vonandi að það komi eitthvað út úr þessu :o/

Yfir og út

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm... þar sannast það enn og aftur að það er aldrei hlustað á mann :)
En ég vil s.s. koma með smá leiðréttingu: Ég er að fara að leggjast inn á St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi, þar sem ætlunin er að reyna að rétta aðeins úr bakinu á mér (ég er orðinn eitthvað beygður undan öllum heimsins byrðum). En þetta er náttúrlega langþráður draumur að rætast, að komast í nunnuklaustur!!!

18 nóvember, 2005 12:09  

Skrifa ummæli

<< Home