miðvikudagur, mars 01, 2006

Maðurinn með hamarinn!

Vaknaði við manninn með hamarinn í morgun. Ágætt að eiga svona nágranna sem passa að maður fari á fætur á réttum tíma! Eini gallinn við þetta fyrirkomulag er að ef ég get ekki sofið að þá get ég alveg örugglega ekki lesið heldur .... ;o)

Er á leiðinni til Álaborgar á föstudaginn, og ætla jafnvel að reyna að spinna upp einhverja ungbarnavettlingauppskrift á leiðinni (Óttar er eitthvað að kvarta undan því að barnið vanti prjónadót á hendur og fætur). Hef aldrei kunnað að prjóna sokka svo ég læt það vera, en ekki segja Óttari og Hönnu, svona ef mér tekst ekki að klára þetta í tæka tíð ;o)

Það er annars farið að styttast í að nýji sambýlingurinn minn komi, eða þann 12 mars. Við Dr. Elva fórum af því tilefni í innkaupaferð í IKEA, m.a. til að fjárfesta í langþráðu rúmi handa mér, og eyddum við löngum tíma í að velta okkur um í hinum ýmsu stærðum og gerðum af rúmum. Vöktum meðal annars mikla athygli annarra viðskiptavina þar sem við lágum í einu sýningarrúmanna og lásum rúmbæklinga... ;o) Vorum að lokum held ég báðar orðnar sammála um hvaða rúm og stærð skyldi kaupa og var þá stormað í gegnum það sem eftir var af húsinu, karfan troðfyllt af dóti og svo haldið niður í afgreiðslulagerinn þar sem skyldi nú aldeilis náð sér í rúm.

Það var ekki til.

Eða réttara sagt, dýnan var til en ekki "Undersengen".

Kemur eftir 2 vikur (sem eru 5 dagar í dag) en þá verður dýnan örugglega ekki til lengur! (VIldi ekki fara að borga tvöfaldan flutning fyrir þetta heim)

hehe, er þetta lýsandi fyrir mína heppni? Bara spyr :o)

Annars var Stefán að leggja það til að ég skellti mér á pakkatilboð heim, 10. þúsund kall í viku. Auðvitað á ég að vera í tveimur laboratorium æfingum og 1 opfölgning tíma á þessari viku svo það verður víst lítið af því í þetta skiptið en ég fer örugglega að fylgjast betur með þessum tilboðum núna :o) Búin að tékka hvaða daga ég gæti farið heim og svona þannig að nú bíður maður bara eftir rétta tilboðinu!

Annars, til hamingju með daginn í gær Hulda :o)

yfir og út