laugardagur, september 08, 2007

Grískir matseðlar og hlustunarpípur

Fór til Brussel á fimmtudaginn og borðaði kvöldmat á grísku veitingahúsi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema af því að þegar við báðum um að fá að sjá matseðilinn vorum við dregnar fram í eldhús og sýnt úrvalið af mat þar!
Frekar fyndið verð ég að segja, og ekki viss um að þetta myndi líðast aðeins norðar í Evrópu!

En svo kom ég heim í gærmorgun, og þegar heim var komið beið mín pakki undir sæng :o)
(engar sorahugsanir hérna, þetta var alvörupakki í gjafapappír og með slaufu á!)
En alla vega, í söknuðinum eftir mér á fimmtudaginn fór Stefán og keypti handa mér þessa fínu hlustunarpípu, svo nú lít ég út eins og alvöru læknir með alvöru hlustunarpípu um hálsinn :o) Geggjað!

En það var samt Anna vinkona sem var afmælisbarn gærdagsins, og er henni hér með óskað hjartanlega til hamingju með það. Mér fannst voða leiðinlegt að komast ekki í afmælisveisluna þína!

Í kvöld er það svo cirkus! Hef ekki farið í cirkus síðan ég var lítil á Króknum, svo það verður gaman að sjá hvernig þetta verður! (Og að fá candiflos, það er aðalatriðið!) Segi ykkur betur frá því síðar.

þriðjudagur, september 04, 2007

Bílnum okkar var stolið!

Tekið af mbl.is.

Innlent | mbl.is | 3.9.2007 | 18:34
Strokupiltar á stolnum bíl
Talið er að drengirnir tveir sem struku frá meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldal hafi tekið bifreið trausta taki og aki henni nú suður til Reykjavíkur. Þeir sem gætu veitt upplýsingar um bifreiðina UT-493 sem er ljósblá Toyota Corolla árgerð 1992 eru vinsamlegast beðnir að hringja í lögregluna á Húsavík í síma 464 1303.

Það vill svo sérstaklega skemmtilega til að þetta er BÍLLINN OKKAR sem er verið að tala um!!!!!

mánudagur, september 03, 2007

Kom frá Færeyjum í gær

Það er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn og lesa vel um hvað er hægt að gera í Þórshöfn - Anna sá um það

"Kjampen og Kællingen" - Þessi skötuhjú ætluðu að draga Færeyjar heim til Íslands, hvaðan þau komu. Náðu nú samt ekki lengra en kortin segja.

Ég keypti mér þessa fínu húfu í flugstöðinni í Vägar.

Og svo er það bara dagsferð til Brussel á fimmtudaginn!