þriðjudagur, október 28, 2008

Nýir skór

Ég keypti nýja skó um daginn. Eitthvað sem "sumum" finnst nú ekki í frásögur færandi, en þetta eru samt næst dýrustu skór sem ég hef á ævi minni átt, svo þetta eru nú pínu fréttir (tala nú ekki um þegar maður update-ar danska gengið!!!).

Það sem er merkilegt við þessa skó er, að þeir eru allt of litlir, ég kemst ekki í þá nema kreppa tærnar uppí hæl, engin leið að ganga í þessu meira en 25 metra og eftir hálftíma í skónum er ég búin að rífa þá af mér aftur. Og þegar ég er loksins komin úr þeim eru tærnar mínar allar rauðar og hægt að sjá far eftir alla sauma og samskeyti. Ekkert fodterapeut eða sjúkraþjálfaraval þarna sko!

Þeir eru samt fallega dúmbrauðir og svartir, geggjað flottir og ég þvílíkt ánægð með þá ;o)