laugardagur, desember 16, 2006

Jæja, það er nú komin vika síðan við fórum á þetta fína dans show i Malmö, og enn ekki kominn inn stafur um það!


Við fórum hressar og kátar af stað, Fríður Finna, Hanna Lilja, Borgný, Tinna Karen, Hrefna og Nína. Tókum lestina 40 mínútum seinna en við ætluðum (guess why?!?!) og borðuðum því hamborgara á "Stortorget" í Malmö í staðinn fyrir fínu veitingahúsmáltíðina sem við höfðum ætlað okkur. Get því miður ekki sagt að það hafi verið með bestu lyst, en fyllti aðeins uppí magaplássið, og frönskurnar voru góðar ;o)


Hittum líka danshöfundinn á hamborgarapleisinu svo það var smá ánægjuauki við máltíðina :o)

Fundum síðan salinn, og sáum 3 nútímadansa, sem voru satt best að segja bara mjög áhugaverðir og skemmtilegir. Hefur ekki alveg verið það sem ég sæki mest, en gaman að sjá! Hver veit nema maður fari á fleiri í framtíðinni!!!!
Eftir sýninguna skelltum við okkur svo á kaffihús/pub, áður en var haldið aftur til Köben, þar sem meðal annars fóru fram meiri tilraunir með myndavélina (Sjá fyrri tilraunafærslur ;o)
Við vorum í miklu jólaskapi, sem var kannski eins gott í mínu tilfelli því eftir túrinn stóð fyrir dyrum julefrokost nýja bekkjarins, og ef ég ætla mér einhvern tímann að eiga heima í þessum bekk er víst eins gott að mæta þar ;o) Voðinn vís ef maður skrópar í mikilvægasta atburði ársins sko!
Myndirnar af þessu öllu saman koma vonandi fyrr en seinna inn á myndasíðuna mína.

Á þriðjudaginn fluttum við Borgnýju, og ættleiddi ég eitt stykki fataskáp í óákveðin tíma. Það eru enn í gangi samningaviðræður á heimilinu um hvar hann eigi að standa, en almenn viðurkenning á þörf fyrir aukið skápapláss svo það er ekki vandamálið ;o) Að lokum fór ég svo og fjárfesti í einu stykki ískáp og frysti. Nú get ég s.s. komið með nóg af íslenskum mat með mér til baka, án þess að því þurfi að sporðrenna med det samme :o) Bíð bara spennt eftir að flutningamaðurinn hringi bjöllunni á mánudag :o) Til að toppa þetta settum við Stefán svo upp ljósin í eldhúsið sem við keyptum fyrir 2 mánuðum síðan, svo þetta er bara allt að koma :o)

Í dag hitti ég svo Hildi Sólveigu sem var með mér í bekk í sjúkraþjálfuninni, og áttum við æðislegan dag með anatomíusal, búðarrölti og svo Jensens böffhás í lokin. Gerist það betra?

En jæja, þá er update-ið komið. Sjáum til hvað það verður langt að bíða næstu færslu, en alla vega er Sigyn að koma á sunnudaginn :o) :o) :o)

sunnudagur, desember 10, 2006

Jamm, það eru að koma jól :o)