föstudagur, apríl 17, 2009

Ameríkuferð – hluti 3


Á sunnudeginum leyfðum við okkur að sofa út, en settum svo stefnuna á eitthvert útsölumoll sem þau hjónin höfðu nýtt sér eitthvað. Varð nú að viðurkenna að mér fannst þetta nú hvorki vera útsölur, né moll, en það er víst umdeilanlegt ;o) Í raun var þetta samt meira eins og skeifan eða eitthvað álíka verslunarsvæði, þar sem allt var í sér “húsi” eða húshluta (og ég átti eftir að sjá sárt eftir því að hafa ákveðið að vera að gellast eitthvað á háhæluðum skóm...). Hitt var að eflaust var þetta ódýrara en í búðunum inni í bæjarkjörnum, en þar sem allar búðirnar voru einhver svakaleg merki, þá fannst mér verðlagið ekkert vera neitt til að hrópa húrra fyrir. Geri ráð fyrir að það þurfi að setja þetta allt í samhengi ;o) Náði samt að kaupa mér sólgleraugu (sem voru nauðþurftakaup því ég gleymdi mínum heima í DK) og peysu, sem var algerlega auka-eintak í fataskápinn, en voða fín engu að síður ;o)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.

19 apríl, 2009 14:10  

Skrifa ummæli

<< Home