Ameríka - 2. hluti
Á laugardeginum vöknuðum við eldsnemma (áður en Ipodinn var byrjaður...), pökkuðum niður rúmfötum, dýnum og tjaldi,útbjuggum nesti og lögðum svo í ‘ann.
Áfangastaður Yosemite þjóðgarðurinn í Kaliforníu. Við keyrðum í ca 4 tíma, gegnum fullt af litlum bæjum og þorpum og kom það mér mest á óvart hvað vegakerfið er lélegt þarna. Endalausar beygjur og sveigjur, mjóir vegir, og frekar ósléttir. Ekkert með að fræsa upp allt malbikið á hverju sumri eins og á Njarðargötu þarna!
Borðuðum í “Staðarskála” sem var samt meira eins og Blönduskálinn, staðsettur í litlum bæ, og virtist vera hálfgerður miðpunktur umhverfisins ;o) Þetta var í eina skiptið sem ég borðaði hamborgara í Ameríku og get ekki sagt að það hafi verið mikill munur á þeim og þeim íslensku...
Að lokum fórum við að sjá í “the half dome” sem var aðalsmerki þjóðgarðsins, og er risavaxinn klettur sem er í laginu eins og hálf bjalla. Það var samt hægt að keyra lengi lengi áður en við komum inn á aðalsvæðið, og mörg stopp til að skoða náttúrufegurðina sem var gífurleg.
Há fjöll, risavaxin tré og fossar í þröngum gilum sem er alveg ólíkt því sem maður þekkir frá Íslandi.
Við komumst fljótlega að því að þessi garður væri meira fyrir fjallgöngugarpa en fólk í rölt/bílaleiðangri.
Hann er ekki stærri en svo að við náðum að keyra eftir flestum vegunum (alla vega þeim sem voru opnir á þessum árstíma),
og ganga talsvert út frá þeim þennan sama dag, svo við ákváðum að nýta daginn bara til fulls þarna, en keyra frekar til baka og sofa heima í hlýjunni.
Það virkaði ekkert svo spennandi að fara að planta sér niður í tjaldi í skítakulda og snjó, og vægast sagt var undirrituð ekki alveg að pakka fyrir skátaferðalag þegar hún pakkaði niður fyrir ferðina ;o)


Í raun áttum við heldur ekki eftir að skoða svo mikið, nema að ganga á fjallstoppana þarna í kring, sem væri pottþétt þess virði að gera einhvern tímann þegar maður hefði fleiri daga til þess, og að sumarlagi!

Áfangastaður Yosemite þjóðgarðurinn í Kaliforníu. Við keyrðum í ca 4 tíma, gegnum fullt af litlum bæjum og þorpum og kom það mér mest á óvart hvað vegakerfið er lélegt þarna. Endalausar beygjur og sveigjur, mjóir vegir, og frekar ósléttir. Ekkert með að fræsa upp allt malbikið á hverju sumri eins og á Njarðargötu þarna!
Borðuðum í “Staðarskála” sem var samt meira eins og Blönduskálinn, staðsettur í litlum bæ, og virtist vera hálfgerður miðpunktur umhverfisins ;o) Þetta var í eina skiptið sem ég borðaði hamborgara í Ameríku og get ekki sagt að það hafi verið mikill munur á þeim og þeim íslensku...
Að lokum fórum við að sjá í “the half dome” sem var aðalsmerki þjóðgarðsins, og er risavaxinn klettur sem er í laginu eins og hálf bjalla. Það var samt hægt að keyra lengi lengi áður en við komum inn á aðalsvæðið, og mörg stopp til að skoða náttúrufegurðina sem var gífurleg.
Við komumst fljótlega að því að þessi garður væri meira fyrir fjallgöngugarpa en fólk í rölt/bílaleiðangri.
Í raun áttum við heldur ekki eftir að skoða svo mikið, nema að ganga á fjallstoppana þarna í kring, sem væri pottþétt þess virði að gera einhvern tímann þegar maður hefði fleiri daga til þess, og að sumarlagi!
1 Comments:
Þetta æsir upp í manni heimsóknarlöngunina. Frábærar myndir.
M
Skrifa ummæli
<< Home