sunnudagur, febrúar 01, 2009

Denmark-Sviss-Denmark-Kalifornía

Já, það er ýmislegt búið að gerast síðan síðast.

Fór til Sviss, Our Chalet i Adelboden til að vera nákvæmari, á fund hjá vinnuhópum Evrópustjórnarinnar.
4 dagar af fundarhöldum, og sjaldan verið jafn ánægð eftir svona fundi, þar sem "framleiðni" alla vega míns hóps var í hámarki, og margt í burðarliðnum eftir þetta :o)

Þegar formlegum fundarhöldum lauk tók svo við skíðatímabilið. Vorum 13 manns sem framlengdum dvölina, skíðasvæðið í Adelboden við húsdyrnar, og þjónustan í Our Chalet æðisleg. Verður örugglega endurtekið á næsta ári, vonandi bara í aðeins lengri tíma en núna, þar sem 2 dagar á skíðum líða allt of fljótt.
Varð samt eiginlega hálf hissa á getu minni í skíðum á mánudeginum, þar sem ég hef ekki stigið á skíði í alla vega 2 ár og gekk samt bara nokkuð vel að ráða við brekkurnar, í kappi við fólkið sem fer á hverju ári í skíðaferðir...
Fékk samt að finna aðeins fyrir því seinni daginn, brjáluð þoka, og vindur. Sást varla í skíðin á parti, og ég orðin hálf sjóveik af því að vita aldrei hvað kæmi undir skíðin næst ;o) Fékk líka nokkrar ansi góðar salibunur á rassinum, eða bara andlitinu, svona undir lokin ;o)

Lenti svo í Kaupmannahöfn upp úr 2 á miðvikudeginum, og bara beint heim í að pakka fyrir Kaliforníu, knúsa svona helsta fólkið og bara af stað aftur. Meira af því seinna :o)

1 Comments:

Blogger Jon Ingvar said...

gaman að sjá að vel hefur gengið :-) Góða skemmtun í ameríkunni...

03 febrúar, 2009 13:28  

Skrifa ummæli

<< Home