miðvikudagur, desember 17, 2008

æhh, hvad ég er ekki ad fíla fólkid sem ég er ad vinna med i nótt. Á teim 3,5 tíma sem ég er búin ad vera á vakt, hef ég svarad ØLLUM bjøllunum, og svo tegar blessadur vinnufelaginn skrapp ut i smókpásu, rétti hún mér lista af skemum sem turfti ad reikna ut ur. S.s. medan hún fór í pásu, tá mátti ég gera svo vel og klára hennar vinnu. Ekki neitt med ad eg kannski fengi lika pásu, svona medan hún var ad stelast i smók!

En ekki ad ég sé ad kvarta mikid. Fínt ad hafa eitthvad ad gera, svona til ad halda sér vakandi. Meira svona skiptingin og vidhorfid sem fer i taugarnar á mér ;o)
En á hinn bóginn, tá er ég ad blogga kl. 3 ad nóttu til = ekki svo mikid ad gera lengur, og svo er ég ad fljúga heim eftir akkúrat 10 tíma og 16 mínútur :oD :oD

mánudagur, desember 15, 2008

2 dagar...

jæja, tveir dagar i heimkomu.

Hélt samkvæmt hefð jólaglögg á föstudaginn og bauð nánustu Íslendingunum hérna í kringum mig. Smá jólaspark í rassinn, því það verður að viðurkennast að það er fátt jólalegt við gráa Kaupmannahöfn, sérstaklega þar sem skrautið er búið að hanga síðan á fornöld, og sjaldnast kveikt á því (hvað er það btw?)


Allar jólagjafirnar komnar í hús, kláraði að pakka á LAUGARDAGINN!!! og búin að þrífa allt AFTUR. Búin að horfa á fleiri DVD en í allan vetur, og gera alveg fullt annað sem maður gerir bara þegar maður hefur ekkert að gera! Veit ekkert hvað ég get fundið nýtt að gera hérna þessa síðustu daga, ;o)