miðvikudagur, október 03, 2007

Vááááááá


er hægt að vera meiri bjáni!?!??!
Eftir að hafa eytt hátt í kl.t. við að reyna að finna flug á skikkanlegu verði á öllum þessum þúsundum heimasíðna sem haldið er út um flugferðir, pantaði ég flug til Brussel næsta fimmtudag. Vel sloppið með 2605 dkk.

Eini gallinn að ég á ekki flug heim fyrr en 14 nóvember....

mánudagur, október 01, 2007

og hvað á barnið að heita?

Eina "frí"helgin í september og október liðin. Endaði nú sem allt annað en slökun, en það var bara gaman ;o)

Afmæli hjá Sophie á föst, matur hjá Ladda og Þórunni á lau, vinna á sun, og svo afmæli hjá Aldísi og Grjóna. Ekki alveg slökunin, en góð helgi samt ;o)


Fékk samt æðislegan póst í dag. Við skulum byrja á að átta okkur á því að ég hef séð ýmsar útgáfur af nafninu mínu í gegnum tíðina, líka á Íslandi. Bandalagið átti til dæmis nokkra mjög góða spretti þar sem ég hét ýmist Friður, Tinna eða eitthvað annað Sjaldnast samt skírnarnafninu mínu.
Eftir að ég fór að stunda útlöndin meira hefur þetta orðið enn fjölbreyttara, og stundum skil ég ekki að ég fái að fara í gegnum öryggiseftirlit með vegabréf sem á stendur Fríður Finna Sigurðardóttir, því það stendur nú sjaldnast á flugmiðunum... (við skulum samt líka hafa það á hreinu að ég kann að skrifa nafnið mitt, og skrifa það mjög nákvæmlega þegar ég panta ;o)

Stundum reyndar breyti ég ð-i í d, og í-i í i. Annars er það skrifað hárrétt í pöntuninni. Það er samt engin trygging fyrir því að það sé það sem standi á flugmiðunum, eða bréfum eða hverju öðru sem það nú gæti verið.

Hér koma nokkur dæmi:

Friður Finna Sigurðardóttir \
Friður Tinna Sigurðardóttir > þessi 3 koma frá BíS
Friður Tinna Sigurðardóttir /
Frur Finna Siguoardottir
Frur Finna Sigoardottir
Friour Finna Siguoardottir (r-ið dettur líka alltaf út, veit ekki af hverju ;o)
F (þetta hefur samt bara komið á pakka frá póstinum, ekki á flugmiða...)

Finnar Sigurdardottir


Og svo toppurinn, það sem kom í dag ....


Findur Finna Sign Javel


Ljúkum þessu með þeim orðuðunum...

Hlýjar kveðjur,
Findur Finna Sign Javel