miðvikudagur, mars 21, 2007

og lífið gengur sinn vanagang.

Kannist þið við það, þegar maður fer til læknis, búin að vera að drepast af einni eða annarri ástæði svo dögum/vikum/mánuðum skiptir, en svo sama morgun og tíminn sem maður pantaði fyrir löngum tíma síðan kemur, þá finnur maður bara ekki fyrir neinu?

Þetta er alla vega alltaf að koma fyrir mig, sem leiddi af sér að í mörg ár þá fór ég bara ekkert til læknis, ja, ekki nema tilneydd á sjúkrabörum þá! (og það var reyndar undantekningin sem sannaði regluna, sá krankleiki var ekki horfinn þegar ég hitti lækninn ;o)

Nú er þetta hins vegar að færast yfir á viðgerðarmenn. Við Stefán héldum svo stórt matarboð fyrir rúmri viku síðan að ein hellan okkar brann yfir, og brenndi bara allt annað með sér í íbúðinni! (Það er að segja sem er í sambandi við rafmagnstengi...) Við erum búin að tékka á því reglulega hvort þetta batni nú ekki af sjálfu sér, svona á meðan við biðum eftir viðgerðarmanninum sem btw kom í dag eftir langa bið. Í gærkvöldi steikti ég svo hakk á hellunni.
Alveg týpískt!!! Svoldið asnalegt að segja manninum sem ég er búin að tala við nánast á hverjum degi undanfarna 10 daga að loksins þegar hann kemur, að þá sé þetta bara allt í lagi og hann geti farið heim!!! En maður getur líka verið alveg viss um, að hvort sem um ræðir læknatíma eða viðgerðarmenn, að þá gerist ekkert í málinu fyrr en maður er búinn að panta, svo það er um að gera að panta bara sem fyrst, þá verður þetta komið í lag innan skamms :o)

Ég er komin með nýja þráhyggju og það er að breyta íbúðinni okkar. Taka illa skipulögðu kollegi íbúðina og breyta henni í almennilega íbúð með svefnherbergi (sem ekki þarf að ganga í gegnum til að fara á klóstið), almennilegu eldhúsi og stórri stofu! Ef af verður, verður það samt ekki fyrr en í sumar, og þangað til hef ég tíma til að teikna þetta upp, finna verð og innréttingar, búa til fjárhagsplan og leggja fyrir eigendur íbúðarinnar. Er samt búin að sjá að þetta á vel að geta sloppið fyrir innan við 5-6 þús dkk sem deilt á 4*12 gerir 125 dkk til viðbótar við húsaleiguna á mánuði. Og þetta miðast við að við tökum allan kostnað á okkur en eigendur engan, og að ég taki aldrei neina pásu í náminu, falli um önn eða neitt slíkt, þannig að þetta gæti jafnvel borgað sig enn betur... ;o)
Fyrsta skrefið var samt tekið í morgun þegar ég spurði rafvirkjan út í hversu mikið mál það væri að setja upp nýja eldavél hérna, og hann sagði ekki neitt mál :o) Næsta skref verður í júní/júli, svona þegar ég er búin að ákveða um hvað ég ætla að BS verkefni, og finna mér vejleder og allt þetta...

Við Stefán erum hins vegar farin að læra að dansa salsa. Búið að vera planið í mörg ár að fara á dansnámskeið (ekki reyndar salsa samt), en það er ekki fyrr en Líney dregur okkur með sér að eitthvað verður úr þessu, annað en bla! Mætti halda að okkur leyðist að vera bara tveimur einum...

Hjólinu mínu var stolið, (búin að kaupa nýtt og búin að fá út úr tryggingum, aldrei trúað að þetta gengi svona hratt fyrir sig!) og myndavélin mín er ónýt eftir kínaferðina, kannski ég kaupi bara nýja fyrir tryggingaféð?

Reyndar var líka ástkæra hjólinu mínu heima á Íslandi stolið, veit ekki hvoru þeirra ég sé meira eftir þrátt fyrir að þetta danska hafi nú verið í meiri notkun svona síðasta árið eða svo :o/

Svo er ég mikið að velta því fyrir mér að taka bara skóvakt um helgina, til að leysa þetta með skódelluna síðan í síðustu viku ...

Nokkrir frasar frá Kína

"Þetta er örugglega alveg rosalega fallegt á sumrin" - Mamma, um nánast allt sem skoðað var. (myndi seint kjósa framsókn en vill gjarnan hafa svoldið grænt í kringum sig...)

"Þetta bragðast bara eins og TÓMIÐ!!!!" - Pabbi, um nánast allt te sem hann drakk. Það verður víst seint sagt um matinn samt!

"European taste" - stóð á pakningu utan af VERSTA kexi sem við höfum nokkru sinni bragðað, algerlega bragðlaust með öllu. Þarna var sko tómið mætt!!!!!!

Vorum svo ekki alveg viss um hvaða dýr þetta gæti verið, giskuðum samt á hunda.

sunnudagur, mars 18, 2007

hitt og þetta

Já, jæja. Er kannski kominn tími á almennilega færslu hérna inn?

Átti góða helgi sem í aðalatriðum var svona:

föst: Gleraugnarúntur með Borgnýju sem endaði með skóþráhyggju... (er það réttlætanlegt að kaupa skó fyrir 1800 dkk á einu bretti? Þetta eru nú einu sinni þrjú pör sem öll nýtast alveg afskaplega vel og overlappa sama og ekki neitt á notkunarsviðum..... )
Hafrún samstarfskona Stefáns í stutta heimsókn og súkkulaðifondú með jarðarberjum og bönunum. MMMMMMMMMHHHHHHH

Lau: Hitta Óttar í snöggum kaffibolla, hlusta á eitt lag á upphitun sameinaða Íslendingakórsins í Kristjánskirkju á Amager (vakti nú upp gamlar minningar úr kórastarfi. Ekki frá því að þetta hafi kitlað svoldið...)
Matarboð hjá Líney um kvöldið, Kokteilar og Skt. Patricks day. Gerist ekki betra!!!! Hlakka til næsta svona rúnts sem verður FYRR en seinna :o)

Sun: Brunch með dönskuskólagellunum mínum, Sönnu frá Finnlandi og Özlem frá Tyrklandi. Höfum ekki hittst síðan í des svo það var aldeilis komi tími á þetta núna.
Borðaði ALVÖRU hamborgara í fyrsta skipti síðan ég kom til DK. Vá hvað þetta var gott!!!!

Er annars komin á þá skoðun að Læssöesgade 13b, st og rúgbrauð eigi ekki vel saman. Komin með króníska mygluhræðslu eftir síðustu viku þar sem hvert tiltölulega nýja brauðið (= -3 dagar) á fætur öðru reyndist svona skemmtilega litríkt. Þurfti sem betur fer bara einu sinni að fatta það eftir að ég var byrjuð að borða en er enn að kúgast...