miðvikudagur, nóvember 08, 2006

helgin í fáum orðum...


Jæja, þá er skemmtileg helgi að baki.

Anna, Ísak og Ómar komu á föstudeginum, og svo var heljarinnar innflutningpartý um kvöldið. Enduðum á að fara niður í bæ upp úr 3 am, þeas restin af partýgestunum, og hirða upp fjölda fólks sem var á leiðinni heim en endaði svo bara aftur á djamminu með okkur ;o)
(M.a. islenska nágrannann okkar sem við vorum að hitta í fyrsta skipti...)

Annars áttum við Anna gæðahelgi með fullt af stelpusnakki, fleiri kílómetra labbi í búðum, frokost með Ladda og Þórunni á sunnudeginum og ótrúlega mörgum ruslmyndum. Gerist ekki betra!!!!

Strákarnir hins vegar áttu spilahelgi í hæsta veldi og sáum við nokkra aðila einungis einu sinni edrú frá föstudegi fram á mánudag....

Anna stóð sig líka svona voða vel á myndavélinni, og má sjá heildarafraksturinn Hérna
Sérstaklega fannst henni einn fídus á myndavélinni minni skemmtilegur, þið komist fljótt að því hvaða ef þið skoðið ...




Áðan sagði ég svo við Helgu Fanney "sjáumst á morgun" :o) Það nú er ekki á hverjum degi sem það gerist lengur!!!!!

En þetta þýðir s.s. að Helga Fanney og Steinunn eru á leiðinni!!! Nú vantar bara Stínu til að endurskapa Víðimýrarstemminguna. Það er pottþétt á dagskránni fljótlega...