laugardagur, janúar 10, 2009

Hversdagsleikinn grár

Já, þá er maður bara komin aftur í kotið í Kaupmannahöfn. 3 vikur liðnar eins og helgarfrí, og skólinn byrjaður aftur.
Hafði það auðvitað endalaust gott á Íslandi, þrátt fyrir kreppu, enda lítur hún eflaust talsvert öðruvísi út þegar maður veifar danska kortinu sínu og hugsar "deilt med 25..."
Undarlegt samt að hafa allan þennan tíma, og finnast maður samt ekki hafa náð að gera allt það sem maður vildi! En alla vega, þið sem ég náði ekki að sjá, þá verðiði bara að koma á Krókinn næst ;o)

Jólaskrautið farið niður, engin tilmæli til dansksins um að halda hvítu ljósunum uppi svo allt orðið enn grárra en var. (ekki að það hafi verið svo mikið af ljósum anyway...)Tók samt samkvæmt minni fjölskylduvenju ekki niður skrautið fyrr en þann 8., daginn eftir afmælið hans pabba. Og er þeim hjónakornum hér með óskað hjartanlega til hamingju með afmælin þá 6. og 7. janúar :o)

Skilaði af mér öllum gögnum til að mega taka próf í gær, og er svo bara á næturvaktarúnti núna. 8 vaktir, hálft helgarfrí, próf og svo skíði í Sviss (reyndar fylgt af einhverju fundaveseni...) og þar á eftir, Californía :o)

Meira seinna

Gleðilegt árið öll sömul, og takk fyrir það gamla!