laugardagur, nóvember 12, 2005

blockstatus.com

fann þetta á blogginu hennar Óskar. Alger snilld :o) en því miður gildir þetta víst í báðar áttir :o/

www.blockstatus.com

föstudagur, nóvember 11, 2005

Ég hata Túnisbúa

Ég er komin með nýja gemsanúmerið mitt. Næstum það sama og það gamla nema það er 88 í staðinn fyrir 80 -> 5088-3389. Ekki samt flýta ykkur of mikið að skipta því ... ->

Ég hringdi svo í Smarttalk áðan (gemsasímafyrirtækið) til athuga með möguleikann á því að fá gamla númerið mitt á nýtt kort, og það er ekkert mál. Kostar 99 krónur sem er það sama og ég þarf að borga fyrir að fá að senda sms og hringja í erlend númer úr nýja númerinu, þannig að þetta hljómar miklu skemmtilegri lausn. Bað manninn á hinum endanum að flytja 300 króna inneignina sem var á nýja númerinu (reyndar bað ég hann um að flytja 250 svo ég hefði eitthvað smá fyrir næstu daga þar til kortið kemur) á það gamla og svo segir hann mér að ég skuldi enn 101 kr. HA! segi ég, hvernig getur það verið? Jú, akkúrat, djöfulsins helvítis andskotans þjófurinn gat sko hringt til ÚTLANDA án þess að "eiga" fyrir þessu á símkortinu, þrátt fyrir að sá sem svaraði þegar ég hringdi strax í smarttalk á sínum tíma hefði sagt mér að það væri bara hægt að nota inneignina og ekkert meira. Sem var akkúrat ástæðan fyrir því að ég hélt kortinu opnu í sólarhring í þeirri von að geta keypt símann minn aftur!!! Og, til að toppa það, þá hefði ég líklega náð að loka honum áður en maður gat hringt neitt af þessum símtölum!!!! Það hefði alla vega orðið max 250 kall en ekki 411!

En nú þarf ég sem sagt að borga 411 kr. í kostnað fyrir símtöl til Túnis, plús auðvitað allur annar kostnaður, t.d. sími sem kostar 24.000 isk í símabúðinni og óteljandi símtöl hingað og þangað! (löggan, smarttalk o.fl) Var að spá í að henda bara gamla kortinu (eða hugmyndinni um það) og gleyma öllum þessum útgjöldum en þá verður bara sendur reikningur sem hefði lent á Nínu vinkonu (hún er skráð fyrir þessu númeri því ég var ekki með kennitölu þá) þannig að það var ekki að ganga upp.

Var samt svo heppinn að Hulda lánaði mér gamla símann sinn sem sparar mikil útgjöld svo bara: Tusind tak Hulda :o)

Er líka loksins búin að fá bæði mitt eigið internet í gang (er sem sagt með það núna) og heimasíma, þannig að ef þið viljið hringja í mig, ódýrara en í gemsann, þá er númerið +45-3510-5810

Eitt í viðbót. Ég ætla að leyfa mér að vera geðveikt fordómafull og hata alla Túnisbúa það sem eftir er af lífi mínu. (Þið megið sko alveg sálgreina mig eins og þið viljið Hulda og Jón Grétar, mér er alveg sama ;o)

Ætla að horfa á síðustu 2 þættina sem ég á af OC til að fá smá birtu í líf mitt í dag!

Knús og kossar

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Og aðeins meiri blogthings!

What Your Sleeping Position Says

You are calm and rational.
You are also giving and kind - a great friend.
You are easy going and trusting.
However, you are too sensible to fall for mind games.

How you live your life?

Stal þessu af blogginu hennar Borgnýjar læknanema, þeas humyndinni, þetta er ekki lýsingin á henni ;o)

Mynduð þið segja að þetta passi?

How You Life Your Life
You are honest and direct. You tell it like it is.You're laid back and chill, but sometimes you care too much about what others think.You prefer a variety of friends and tend to change friends quickly.You have one big dream in your life, and you never lose sight of it.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Officialt - á ekki síma lengur

Jæja, þá er það komið á hreint. Búin að fullreyna það að fá símann minn til baka og búin að láta loka símkortinu og læsa símanum. Ef ég fæ ekki að nota hann fær það enginn! Fékk lánaðan auka síma, reyndar siemens sem ég kann ekkert á, þannig að ef þið fáið undarleg sms eða símhringingar frá mér þá vitiði af hverju ;o) Er með íslenska númerið í gangi núna en það er aðeins fyrir neyðartilfelli þar sem Stefán fær þann símreikning í hausinn ;o) Verð svo vonandi komin með nýtt dansk númer um næstu helgi. Meira um það seinna.

P.s. Ef einhver á síma sem hann gerir ekki ráð fyrir að nota og vantar einhvern til að arfleiða að honum, endilega að hafa mig í huga!

mánudagur, nóvember 07, 2005

ekki minn dagur!

Jæja, þá eru síðustu gestirnir farnir, í bili, og það hefur verið viðburðarík vika hjá mér! Átti góða viku með Sigyn sem aðallega snérist um búðarrölt og OC-gláp, alveg eins og góðar systravikur gerast bestar :0) Svo komu Anna og Jens á föstudaginn og við fórum út að borða með Ladda og Þórunni, auk þess að fagna komu J-dagsins a.k.a. Jólabjórinn að koma á barina. Þá bættist Runi í hópinn svo þetta var orðið eitt alsherjar gilwell reunion þarna á írskum pöpp við strikið! Á laugardaginn flaug Sigyn svo heim, en Anna og Jens nutu Kaupmannahafnar aðeins lengur. Á sunnudag snerist svo allt til verri vegar þegar símanum mínum var stolið þannig að nú er ég algerlega sambandslaus við umheiminn (eða næstum, hef ennþá elsku lappann minn). Til að toppa daginn eyddi ég svo óvart 10 þáttum af OC sem ég var ekki búin að horfa á! Náði að endurheimta þá í 3 tíma törn með recovery forriti frá Michi, sá síðasti kom inn um 1 leytið í nótt. Er lika búin að eiga mjög undarlegar samræður við handhafa símans míns sem nýtir sér símkortið mitt í gríð og erg. Endilega hringja sem mest í hann og trufla hann! Er að vonast til að geta keypt símann minn aftur í kvöld, eftir misheppnaða tilraun til þess í gær! Hann er líka farinn að geta talað ensku í dag, en í gær talaði hann bara frönsku með undarlegum hreim (samkvæmt Önnu, mér finnst franska alltaf undarleg ;o)

Átti svo að hitta Hans-Henrik sem ég er að gera kemi-rapport með kl. 9 í morgun. Þetta var í 3 skipti sem hann mætti ekki á fyrirfram ákveðnum tíma.

Er að hugsa um að liggja bara í þunglyndi þangað til maðurinn kannski hringir.

Fríður, með allt á afturfótunum.