laugardagur, september 30, 2006

Nostalgía

OHHHHHHHH!!!!!

Nú vil ég vera heima!!!

Laufskálaréttir. Þjóðhátið Skagfirðinga í kvöld. ALLIR sem maður sér bara einu sinni á ári og svo allir hinir líka!

Og svo situr maður bara einhvers staðar í Kaupmannahöfn og lærir fyrir próf. Ekki bestu skipti í heimi verð ég að segja!

Keypti mér annars dissektions sett um daginn (dissektionsett = krufningarsett)
Búið að leggja línurnar fyrir fyrsta tímann. Velja lík manneskju sem var ekki mjög feit, þá verður auðveldara að finna allt. Setja allt sem maður sker í burtu í til þess staðsett fat. Í lokin verður svo líkaminn brenndur og afhentur ættingjum.

Er eiginlega farin að hlakka svoldið til, en spurning um að gerast grænmetisæta í smá tíma!!! Lifði reyndar tímana í læknagarði af með ágætum og íslensku lambakjöti á diskinn minn, en þá gat ég bara skoðað þetta fitusnautt í gúmmihönskum. Þurfti ekkert að gera sjálf. Verður kannski erfiðara þegar maður er búinn að vera að hræra í fitunni eins og einhver orðaði þetta mjög svo smekklega!

Er líka að vinna í því að panta far til Kína. Brottför 30 jan, dankoma ca 28 feb :o) Bara eftir að ákveða hvort verður flogið í gegnum tyskland eða Finnland. Og hverjir verða ferðafélagarnir! Hvort að Viktoría og Stefán komi með, annað hvort eða bæði, eða hvort ég sofi bara í flugvélinni og hitti Kusu í Kína :o)

Spennandi!

miðvikudagur, september 27, 2006

What's on your cv?

Fékk þennan ansi áhugaverða link í pósti um daginn.

Gaman að sjá hvað valdamesti maður heims hefur til brunns að bera, og hvað hann hefur fært okkur í valdatíð sinni!!!

http://matthewgood.org/2006/09/whats-on-your-cv/

sunnudagur, september 24, 2006

Jenni


Já, sumir þurfa stærri nafnskilti en aðrir!!!