þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Farvel Anna María og takk fyrir helgina :o)

Jæja, þá er heimsóknin hennar Önnu Maríu því miður búin. Hún kom á fimmtudeginum og fór aftur á sunnudaginn, eftir slatta búðarrölt, skoðunarferð um Köben ala Fríður og smá djamm auðvitað :o) Því miður var þetta líka hálfgert framhald af þessari ólukku viku sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarið! Byrjaði á því að þegar ég ætlaði að fara að hjóla heim úr skólanum á föstudaginn var afturdekkið vindlaust þannig að ég endaði á því að labba heim. Þar reydnar beið mín nýja símkortið og mér tókst að fá bæði heimasímann og internetið í gang, sem var nú bara nokkuð jákvætt, loksins! Dreif mig svo upp á fisketorvet til að hitta Önnu en komst þar að því að ég gat ekki notað nýja símkortið til að hringja/senda sms til útlanda og hringdi því í Smarttalk og afleiðingar þess samtals er hægt að lesa um í "Ég hata Túnisbúa". Eftir að hafa labbað nokkra hringi á Fisketorvinu gafst ég upp á að leita að Önnu, því ekki gat ég hringt í hana og fór heim. Um kvöldið kíktum við svo á ágætis pöbbarölt, að hluta til með þeim Gry og Jason, og ég held að ég hafi séð gamla eðlisfræðikennarann minn :o)

Á laugardaginn var svo afmælispartý hjá Kasper bekkjarbróður og hittumst við nokkur úr bekknum hjá Evu fyrst. Áður en það byrjaði tókst mér samt að vera tekin í metró ekki með neinn miða, og þetta er sko í annað skipti á allri æfinni sem ég hef ekki borgað í almenningssamgöngur, og kannski 5 skipti sem ég er spurð! Týpiskt ég, og týpiskt þessi vika! Með því að vera ljóshærð og bláeygð tókst mér samt að losna við sektina :þ en það er nokkuð ljóst að ég bara borga minn lestarmiða héðan í frá, sama þótt lestin sé alveg að fara eða what ever!

Settist niður með Líney í gær og við skipulögðum nám okkar til 14 des. Þá verðum við búnar að fara yfir allt efnið sem verður til prófs í janúar, en það verður ansi stíft prógram í gangi! Eins gott hvað við erum skemmtilegar því annars værum við þokkalega búnar að fá leið hvort á annarri!

Er svoldið að spá í því að hringja í mömmu túnisbúans (er sko með símanúmerið á símareikningnum mínum) og segja henni hvurslags ömurlegan einstakling hún hefur alið upp, og að hann tími ekki einu sinni að borga símtölin til hennar sjálfur heldur steli símum af fátækum námsmönnum til þess. Eini gallinn að ég gæti líklega alveg eins talað íslensku við hana því ég geri ekki ráð fyrir að hún tali ensku (Meiri fordómar kannski) og ekki tala ég frönsku.

En þá er það skólinn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home