miðvikudagur, nóvember 26, 2008

ég svaf yfir mig í dag. Í lestinni. Vaknaði 2 mínutum eftir að ég átti að stíga út, og endaði á því að fara til Lundby. Sá pínu meira af Danmörku, en því miður bara það sem sést út um lestargluggana. Ásamt auðvitað lestarstöðinni í Lundby, sem er kannski ekkert mest spennandi staður í heimi samt. Get ekki beðið eftir því að þetta verði búið! 9 dagar eftir...