föstudagur, september 21, 2007

Síðasta biokemi övelsen í lífi mínu er búin! Nú á ég bara eftir að mæta í einn efterbehandlingstime og skrifa skýrslu, og svo aldrei meiri biokemiövelser!!!

Mætti hins vegar í tíma kl. 8 í morgun til þess eins að komast að því að honum hafði verið frestað til kl. 10. Eins og ég elska nú að fara á fætur á morgnana...

Berlín í kvöld, hangs á sunnudaginn.

Adois, og góða helgi gott fólk

þriðjudagur, september 18, 2007

"Vöknuðum" upp við blá ljós og læti hérna um 23-23:30 leytið í gær. Gatan full af slökkviliðsbílum, og auðvitað áhorfendum ;o) Komumst svo að því í morgun að einhver fanginn nágranni okkar hafði ekki verið sáttur með arkitekturinn á herberginu sínu, sérstaklega ekki á textílnum, svo hann kveikti bara í öllu heila klabbinu.

Því miður er þessi fangi ekki staðsettur í Blegdamsvejfangelsinu, enda skilst mér að hann hefði þá meiri áhuga á Stefáni en mér anyway...



Vissuð þið samt að í Danmörku er hraðbönkum lokað á nóttunni? Ef þú getur ekki náð í þinn pening á venjulegum dagvinnutíma, þá hefurðu bara ekkert við svoleiðis að gera vinurinn!

mánudagur, september 17, 2007

Hin fullkomna fósturmóðir...

Las það áðan á mbl.is að Madonna væri hin fullkomna fósturmóðir :o)

Efast ekki um að það sé rétt hjá hinum malavíska eftirlitsmanni sem dvaldi á heimili hennar til að kanna aðstæður og er afskaplega ánægð fyrir hönd Madonnu að það sé nú orðið vottað!


Er samt að velta því fyrir mér hvort þeim peningum sem það kostaði að koma honum þangað hefði ekki verið betur varið í eitthvað af börnunum sem urðu eftir á fósturheimilum í Malaví, og látið nægja að þetta tiltekna barn getur leyft sér að leyfa matnum það sem eftir er lífs síns. Án þess að ætla að gera lítið úr þeim mögulegu hættum sem geta fylgt bandarísku heimilislífi, svo maður tali nú ekki um svona stórstjörnuheimlislífi, og ekki finnast á malavískum fósturheimilum...

En þá hefði eftirlitsmaðurinn líka misst af því að búa hjá Madonnu ;o)

Velti því samt fyrir mér, hvurs frændi hann er eiginlega...

sunnudagur, september 16, 2007

1. skóladagur á morgun, Övelsesforberedelse i fyrsta tíma. Æði.