laugardagur, september 29, 2007

reunited, finally!

miðvikudagur, september 26, 2007

að bíða


ég er að bíða eftir hægri skónum mínum.
Hann kom á föstudaginn, en þá vorum við ekki heima.
Hann (þeir) á að koma aftur í dag, á milli 08 og 16.
Við erum búin að vera heima í allan dag og hann er ekki ennþá kominn.
Kl. er 7 mínútur í 16.


Ég missti af því að hitta forseta Þýskalands af því ég þurfti að mæta í gagnslausa tilraun þar sem ég gerði ekki neitt, nema að horfa á risastóran segul.
(Verð reyndar að viðurkenna að ég eiginlega gerði mér ekki grein fyrir því að Þýskaland væri með forseta, þessi kanslari var alltaf að flækjast í hausnum á mér, en farið ekkert með það lengra...)

mánudagur, september 24, 2007

Berlín...

Jamm, þá er fyrsta kontaktheimsóknin mín búin!

Var nú með smá hnút í maganum, og ekki alveg viss við hverju ég ætti að búast, en þetta var nú bara hin ágætasta upplifun. Fékk að vita það daginn áður en ég lagði af stað að ég ætti að taka þátt í "talk show", þannig að ég fór og las alla þá pappíra sem ég gat náð í frá WAGGGS, svona til að vera undirbúin fyrir hvaða spurningar sem kæmu upp.

Fékk svo að vita það á staðnum, að það yrði ekkert talk show, en í staðinn ætti ég að flytja ræðu. Eftir 2 tíma.

Var svo sem ekki mikið í stöðunni annað en að setjast niður og skrifa ræðuna, og það var alla vega hlegið á réttum stöðum, og klappað líka. Ekki bara í lokin ;)

Á sunnudeginum fékk ég svo persónulegan guided tour um Berlín, svo það var ekki yfir miklu að klaga. Nema kannski því að það varð ekkert úr lestri á flugvellinum, en það var svo sem ekki gert ráð fyrir honum í lesplaninu...

Ég fékk líka smá innsýn í það hvernig ég hefði tekið mig út sem kaþólskur guide í Bavaría á 8tunda áratugnum. Bara alls ekkert svo slæmt eiginlega! (þetta er samt mynd tekin af mynd svo hún er frekar óskýr...)

Í dag var það svo bara skólinn á ný. Meira að segja skýrsluvinna svo það gerist varla skemmtilegra!