miðvikudagur, apríl 12, 2006

Flakkarinn er sestur að!

flakkarinn minn (lausi harði diskurinn minn) er hættur að virka.

Veit ekki hvort það er veðrið hérna í köben eða hvað það er eiginlega, en alla vega er það eitthvað sem fer í rafeindabúnaðinn minn!!!


En þetta skrifaði ég eiginlega fyrir 4 dögum síðan :o)

Flakkarinn fór heim með Líney og Stefán ætlar að stússast eitthvað með það allt saman.


Í dag fórum við Kusa í góðan göngutúr, og átum loksins lambalærið. Það var GOTT :o) Við fengum líka páskaegg, númer 1,5 (= eitt og hálft egg hvor, nr. 1 :o) Ég fékk málsháttinn "Æ kemur vit með vetri" og vonum við bara að það standist og sífellt hækkandi aldur og meiri reynsla auki vit mitt :o)

Ég er annars búin að vera að taka fadl-vaktir undanfarið, og þær hafa bara gengið ágætlega. Fyrsta vaktin var yfir skitzofreni sjúklingi sem lá á somatískri deild en þurfti yfirsetu því sjúklingurinn var órólegur og átti það til að hrópa hátt og mikið. Hann vildi gjarnan fá að reykja en lét sér nú nægja þau svör að nú lægi hann á spítala og þar mætti ekki reykja. Þangað til að hann ákvað að nú væri kominn tími til að ná í sígaretturnar, æddi fram á gang og endaði með því að einhver hjúkkan kom og hjálpaði mér að koma honum aftur inn á stofu. Eftir það fór hann í fýlu við mig og sagði mér að nú mætti ég fara heim ;o) Þegar ég sagði honum að það gæti ég ekki ákvað hann að snúa bara baki í mig, lagðist upp í rúm og sofnaði, og svaf þar þangað til læknirinn kom og útskrifaði hann þannig að kl. 13:00 var ég bara laus og gat farið heim. Gat lesið í tvo tíma án truflunar á vaktinni, og fékk auk þess laun til kl. 15:30 þannig að þetta var bara hin ágætasta fyrsta vakt!

Seinni vaktirnar hafa líka bara verið ágætar, þó ég hafi endað á 12 tíma vakt uppi í Hillerod og hafi verið orðin ansi þreytt eftir það. Maður fær samt tvo tíma aukalega borgaða fyrir að fara upp í Hillerod þar sem það tekur svo langan tíma að komast þangað, svo að ég fæ 14 tíma borgaða fyrir þetta. Það var smá huggun þegar ég horfði á eftir lestinni renna út af stöðinni með ný-valideraðann miðann í höndunum og ónýtt hjólið við hliðina á mér ;o)

Þetta þýðir sem sagt líka að hjólið mitt er ónýtt. Eða alla vega bilað í enn eitt skiptið og stendur núna út á Nordhavn station því ég nennti ekki að burðast með það heim. Fer þangað fljótlega með skiptilykil og redda því sem redda þarf til að það virki í nokkra daga í viðbót, en svo fer ég og kaupi mér nýtt hjól. ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ!

En bara að lokum, gleðilega páska :o)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

blogga hvad?!?

voda tídindalausir dagar, sem sést á blogginu mínu ;o)

Kusa systir komst á leidarenda, eftir smá stress hvort ad verkfall i Noregi myndi verda til tess ad eg bordadi lambalærid ein. Erum bunar ad borda islenskt nammi eins og okkur se borgad fyrir tad, sitja upp i skola og læra, og Kristin er buin ad læra ad hjola upp a nýtt :o)

Keyptum a hana kjol fyrir utskriftarballid, og ætlum i adra verslunarferd a eftir. Turftum adeins ad spa i tessu, tar sem tad er allt lokad næstu daga. EIns gott ad tad vanti ekkert i matinn tvi tad verdur sko ekki stokkid ut i bud og tvi reddad a paskadag eis og madur hefur getad hingad til!

En, ætla ad fara ad vinna i tessari bevitans skyrslu, su sidasta i bili. Tarf ekki ad gera adra skyrslu fyrr en eg kem aftur ut eftir ad hafa verid i 10 daga a Islandi. Nu eru 10 dagar i ad eg fari til Íslands svo tad eru 20 dagar i tad :o)

Sa svoldid skemmtilegt a einhverju bloggi um daginn.

Sa ætladi ekki ad blogga framar, fyrr en tad væru komin a.m.k. 5 komment á sídustu færslu.

Er ad hugsa um ad taka upp tann sid tannig ad...

Drífa sig ad kommenta folks ;o)