laugardagur, desember 02, 2006

Og það er aftur komin helgi!

Átti alltaf eftir að segja frá þessu ágætis heimboði sem við skötuhjúin fengum föstudaginn í síðustu viku. Nicolai, franski gaurinn sem býr fyrir ofan okkur, var með "boð" tileinkað heimalandi sínu þar sem fram voru bornir hinir ýmsustu sérréttir þeirrar þjóðar. Þar kemur auðvitað fyrst í hugann rauðvín og ostar, og að sjálfsögðu var það í fyrirrúmi svo það var nú ekkert leiðinlegt að gæða sér á þessu öllu saman :o)

Annað sem lifir sterkt í ímynd franskra karlmanna er kvennaljóminn sem af þeim skín, og það vantaði nú ekki heldur neitt upp á það þarna. Fyrir utan Stefán var einn annar karlmaður, og svo einhver slatti af LJÓSHÆRÐUM dönskum stelpum. Við Stefán voru alveg sammála um og handviss á, að þær hafi allar einhvern tíman vermt lökin hérna á efri hæðinni, og bíða í röð eftir að fá að koma aftur... Við erum alla vega búin að rekast á nokkrar þeirra hérna, bæði fyrir og eftir ;o)

I gærkvöldi var svo jólahlaðborð hjá gamla bekknum mínum. Vorum bara 11 sem mættum en að sjálfsögðu var það úrvals liðið úr bekknum svo þetta var voða gaman. Frekar fyndin blanda af dönskum og sænskum jólamat, og nægt áfengi eins og mátti búast við. Ég er alla vega alveg hætt að hlusta á fólk sem segir að Íslendingar drekki illa, því að Danir eru sko ekkert betri!!!

Áfengið fór svo misvel í bekkjarfélaga mína, en það er nú ekkert á við það sem var í fyrra, þegar yngsta fljóðið í bekknum missti stjórn á öllum útgönguleiðum líkama síns...

læt þetta nægja í bili, bækurnar bíða!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Um lífið og tilveruna, og náttúruna



Af einhverjum ástæðum sér meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar (samsett af Samfylkingu og Framsókn) það sem góða hugmynd að setja virkjanir í Skagafirði á aðalskipulag. Þetta mun vera gert í þeim tilgangi að fá fram skoðanir Skagfirðinga á þessu málefni, þar sem fólk getur vitanlega gert athugasemdir við slíkt skipulag áður en það er samþykkt.

Minnir mig að ég hafi lesið það einhvers staðar, eða kannski bara heyrt, að alla vega Samfylkingarhlutinn sé hvorki með né á móti virkjununum, alla vega ekki á formlegan, opinberan hátt, og því sé eini tilgangurinn að fá fram skoðanirnar, eins og áður sagði, til þess að meirihlutinn geti tekið afstöðu til virkjanna, og svo framvegis.

Hinn murrandi skagfirski almannarómur er á þá leið, að ekki eigi að virkja en ef út í það er farið sé það algert frumskilyrði að orkan verði notuð í heimahéraði. Ekki er nú mikil vöntun á rafmagni þar, alla vega ekki enn sem komið er, og ekki neitt í augsýn sem kræfist þessarar orku.

Það er hins vegar ansi hættuleg leið að nota aðalskipulag sem skoðanakönnun, því ef þetta skyldi slysast inn á skipulagið, þá er engin leið að stoppa virkjun. Ef einhverjum dettur í hug að heimta virkjun, þá er það bara "værsogú" og það er komin virkjun. Þetta á við hvort sem um er að ræða skagfirskan laxabónda eða bandarískan stóriðjujöfur sem vill byggja álver í Eyjafirði.

Við þurfum bara að kíkja yfir Vatnsskarðið til að sjá möguleikana. Stór virkjun, Blönduvirkjun á svæðinu, og orkan öll nýtt annars staðar en í héraði!

Ég var einn af stofnendum fyrsta Samfylkingarfélagsins, þ.e.a.s., ungliðahreyfingarinnar i Skagafirði sem var fyrsta formlega félagið. Í flestum málum hef ég átt samleið með flokknum en í þessu máli verð ég að vera ósammála. Með tilkomu virkjunnar myndi ásýnd hins fagra heimafjarðar míns breytast svo um munaði, þegar Héraðsvötnin myndu hverfa eða verða að smá sprænum, og uppsveitir Skagafjarðar lagðar undir uppistöðulón. (Það skal tekið fram að undirrituð er á engan hátt sérfræðingur í áhrifum vatnsaflsvirkjanna á umhverfi sitt og því er þetta ályktun tekin af fréttaflutningi og upplýsingum um aðrar virkjanir og áhrif þeirra) . Ekki er komið neitt fram sem sýnir að þetta myndi nýtast Skagfirðingum til góðs, nema þá í þann tíma sem það tæki að byggja virkjunina, engar framtíðaráætlanir þar sem orkan nýtist. Eins yrðu góðar minningar úr rafting í jökulsánnum í Skagafirði, sem njóta mikilla vinsælda hjá ferða- sem og heimamönnum, einkaeign þeirra sem eldri eru þar sem ekki yrði um slíkt að ræða í þessum smásprænum sem minnst var á hérna að ofan! Mikil uppbygging hefur farið fram í kringum rafting, og þetta skilað mörgum störfum, auk þess sem gera má ráð fyrir að þreyttir rafting ferðalangar nýti sér aðra þjónustu fyrir eða eftir raftingið og þar með enn meiri tekjum til sveitarfélagsins.

ÞAÐ ER SKAMMGÓÐUR VERMIR AÐ PISSA Í SKÓINN SINN!!!!

Ég ætla að skrifa undir mótmælalistann sem er búið að setja í gang, og hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama.

Til að fræðast meira um málið: www.jokulsar.org
Til að skrifa undir: sendið póst á jokulsar@hotmail.com

mánudagur, nóvember 27, 2006

Er ég ekki til?

Sit á bókasafninu uppi í skóla, í smá pásu frá lestri.

Í adalatridum er ekkert merkilegt vid tetta, nema i mínu tilfelli, tar sem skynjarinn sem opnar bókasafnid fyrir manni, finnur mig aldrei!!!!

Og tetta er ekki tad eina, tví snúningshurdin sem hleypir manni inn í skólann finnur mig ekki heldur!!! Tannig ad ef ég næ ekki ad fara med einhverjum ødrum inn, tá verd ég bara ad gera svo vel ad ýta sjálfri mér leid, ef tannig mætti ad ordi komast.

Nú er ég hvorki neitt afskaplega lítil, eda afskaplega tunn, eins og danirnir orda tad, tannid ad ég er alvarlega farin ad velta tví fyrir mér hvort ég sé yfir høfud til!

Eru fleiri sem lenda i tessu?!?!

sunnudagur, nóvember 26, 2006

...og svo er það bara lærdómur...

Jæja, þá er síðasta helgin í þessari 6 helga törn búin. Kl. er 14:19 og ég er bara heima hjá mér, verkefni helgarinnar búin, og ég "frjáls" til að gera það sem ég vil. Eða kannski meira það sem ég þarf ;o)

Vá samt hvað það er miklu þægilegra að vera bara heima, fá hina aðilana senda heima að dyrum og geta svo bara unnið í náttfötunum, eða alla vega næstum þvi. Morgunmatur þegar manni hentar en ekki til kl. hálf níu, það sem mann langar í í matinn, og svo framvegis! Það langbesta er samt að ég þurfti aldrei að fara út á flugvöll, og aldrei að bíða eftir neinu!!!!

Fór í jólatívolí í gær, borðaði danskan jólamat sem fast food, fékk fría aukaferð í himnaskipinu og keypti fjölskyldukort. (Bíð bara eftir því að hangikjöt og jafningur verði að skyndibita á Íslandi!!!!) Sá hins vegar að það er orðið of langt síðan ég hef verið að hamast í svona tívolítækjum því ég var bara drulluhrædd í fyrstu ferðinni, og þorði ekki einu sinni að æpa eða hlægja! Skánaði strax í annarri ferð, en common, það er ekki eins og þetta sé nú hræðilegasta tækið!!! Verð greinilega að fara að stunda þetta af meiri krafti ;o)

En anyway, keypti fjölskyldukortið, svo nú getum við tekið 4-5 gesti með okkur frítt. Eini gallinn að þetta er bara á mínu nafni svo ég verð ALLTAF að fara með!

Nú er það hins vegar bara lærdómur út í eitt. Búin að fylla ísskápinn af nestisvænum mat, stilla hugann á að flytja um þessa 300 metra upp á Panum og gera nokkurs konar áætlun um hvernig framhaldið verður lesið og lært.

Lag dagsins: Ichi Palms