fimmtudagur, desember 07, 2006

og það er komin helgi!!!

Í gær var finnsk þjóðerniskennd mín vakin þegar ég vaknaði, með finnska þjóðfánanum í glugga dagatalins. Í dag er ég bara á sveimi á milli frostrósa í formi fiðrildis.

Á morgun er ég búin að smala í hópferð á danssýningu í Malmö. Dansinn nútímadans, höfundur; Jóhann frændi Stefáns. Stefán ætlar hins vegar til Uppsala að sinna áhugamálinu sínu svo ekki verður hann með í för en það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég mæti ein á fjölskylduviðburði þeim megin ;o)
Í hópnum eru Tinna, Borgný, Hanna Lilja og kannski Elva, ásamt Ninu vinkonu. Ætlum við að gera þetta að huggulegri jólaferð, fara snemma af stað og borða í Malmö áður en sýningin byrjar, svo við erum allar voða spenntar yfir þessari pásu frá próflestri ( og NB, einn og hálfur mánuður í próf, hver hefði getað ímyndað sér það!!!).

Það er líka jólahlaðborð hjá nýja bekknum mínum á morgun, svo að öllum likindum kem ég til með að kíkja þangað þegar ég kem frá Malmö. Sleppi samt matnum í þetta skiptið, og svona eins og 90% af snafsinum líka ;o)

Á laugardaginn er svo afmæli hjá Ósk, þannig að lærdómshelgin mikla verður aðeins meira hygge og félagslíf, en bara pínu minni lærdómur...

mánudagur, desember 04, 2006

Tígrisdýr

Muniði þegar maður var lítill (eða kannski ekkert lítill lengur... ) og fékk jóladagatal?

Það var langbest þegar maður fékk súkkulaðidagatal, og þá geymdi ég oft að opna dagatalið, því þá átti ég fleiri mola þegar ég loksins opnaði. Svona " save the best for the last" hugsunarháttur á unga aldri. Það launaði sig reyndar sjaldnast, það erfiði og sjálfsagi sem þurfti til, því oftar en ekki var bróðir minn einn (nefni engin nöfn...) búinn að stela öllum molunum mínum þegar ég loksins ætlaði að fara að njóta molanna...

...Stundum hefur Stefán gefið mér dagatal, en hann gerði það reyndar ekki í ár. Það gerir samt ekkert til því ég fékk jóladagatal frá finnska skátabandalaginu.

Í dag var tígrisdýr í jóladagatalinu mínu.