miðvikudagur, júní 18, 2008

hæ hó og jíbbí jeij...

Til hamingju með daginn öll sömul (þó það sé nú kominn 18. hjá mér núna).

Dagur var nú ekki mjög hátíðlegur, allt við það sama hjá mér, bara nýir sjúkdómar. Má kannski teljast gott að vera laus við helvítis pöddurnar samt og ákveðin hátíð í því ;o) Við gerðumst mjög þjóðleg og borðuðum grjónagraut/mjólkurgraut með lifrarpylsu í kvöldmat, mmmhmmmm hvað það var gott! Áttaði mig s.s. á því þegar ég barðist við að koma 9 kílóum að ýsu niður í frysti í frekar þunnu ástandi um síðustu helgi, að það væri kannski kominn tími til að hætta að panta lifrarpylsu að heiman, og byrja að borða hana... Það fundust s.s. nokkrir keppir vel faldir undir hinu og þessu misgirnilegu í tiltektinni ;o)

extra til hamingju með daginn til allra afmælisbarnanna. Jón Grétar og Einar fá sérstakt afmælisknús fyrir árin 30 :o)

sunnudagur, júní 15, 2008

Af flugbókunum og próflestri

Þá er ég loksins búin að bóka flug til Suður Afríku.

Búin að reyna á hverjum degi í tæpa viku núna, án árangurs.
Fyrst var það nú að finna flug sem ekki kostar lungu og lifur, og helst þannig að Hulda væri í sama flugi (eða ég í saman flugi og hún...) Það tókst nú án mikilla erfiðleika (þó þetta með lungu og lifur sé greinilega afstætt) en þá tók við að reyna að borga.

Hef notað visakortið mitt svo oft að ég kann allt utan að á því, en fékk upp villumeldinguna að það væri vitlaust security code. Og ég mætti ekki prófa aftur fyrr en seinna af öryggisástæðum. Prófaði aftur daginn eftir, og passaði mig MJÖG VEL að slá inn réttar tölur. "We're sorry, this is incorrect security code". Ákvað nú að hringja í VISA til að tékka á þessu, og komst að því að þetta VAR vitlaus security code! Ástæðan liggur í því að ég er búin að fá nýtt kort, bara ekki í hendurnar. Vissi það og breytti ártalinu um 2 eins og venjulega þegar það er gert, en í þetta skipti höfðu þeir líka breytt security code. Líklega bara á mínu korti, og enginn veit af hverju.
Komst síðar að því að þeir eru líka farnir að gefa út kort á 3 ára fresti en ekki tveggja, svo það var líka vitlaust.

Var samt í millitíðinni búin að finna alls konar aðrar tengingar, og meira segja ódýrari. Ákvað að bóka það, rosa ánægð með þennan sparnað fyrir Bandalagið. Nei, þá var þetta nú víst bara auglýsingabrella, og engin leið að bóka þessi flug sem um ræddi.

Endaði loks í dag á því að bóka upprunalega flugið, ekki nema 2000 íslenskum krónum dýrara en upphaflega sem má teljast gott eftir viku töf, og í flugi með Huldu. En starfsfólkið hjá VISA fer að þekkja í mér röddina, þvi ég er búin að hringja svo oft. (og vá hvað ég er fegin íslenska heimasímanum mínum núna ;o)

Annars er Sigyn í heimsókn núna, ekki hjá mér heldur Ingunni vinkonu sinni, og eru held ég bara allir glaðir með það. Ingunn af því að hún fær að hafa vinkonu sína hjá sér, Sigyn af því að hún getur gert það sem henni sýnist án þess að stora systir sé að skipta sér af, og ég af því þá get ég lesið meira um bakteríur og sníkjudýr. Verð samt að viðurkenna að það er blandin ánægja, og ég væri nú eiginlega frekar til í félagsskap Sigynjar en t.d. Treponema Pallidum (sem veldur syfilis, fyrir ykkur ignorant fólk sem vitið það ekki :þ) Ég fæ hana samt í smá skömmtum inn á milli (Sigyn þeas), og ætlum við að eiga smá kvöldstund í kvöld.

Stefán fær annað slagið áhugaverða fróðleiksmola um hina og þessa sjúkdóma og sníkjudýr. Einn góður er t.d. að í Evrópu getur Diphyllobothrium Latum (Fiskiormum) orðið allt að 10 metra langur, þar sem hann lifir í þörmunum þínum, en í bandaríkjunum verður þessi sami ormum allt að 45 metrar!!!! Gat nú verið að meira segja sníkjudýrin þeirra væru í yfirstærð!

Læt þetta nægja úr próflestrarlífinu. Vona innilega að ykkar sé aðeins skemmtilegra en mitt!

P.s. Mín mesta ánægjustund síðustu viku var þegar byrjaði að rigna. Gerði það aðeins bærilegra að sitja inni, þrátt fyrir að þetta sé kannski ekki nógu félagslega meðvitað ;o)