miðvikudagur, október 17, 2007

Heima er best

Jæja, nú hefði ég átt að vera komin til smábæjar í Slóvakíu, sem reyndar er á lista yfir mögulegar heimsminjar svo það hefði ekkert verið svo slæmt að fara þangað. Og svo sem ekki heldur að komast til Slóvakíu, en það hefði þýtt nýtt land á listann hjá mér...
... en það hefði líka þýtt yfir 20 tíma ferðalag fyrir 30 tíma dvöl og yfir 600 Evrur. Fyrir utan enn minni tíma heima hjá mér og til að einbeita mér að náminu, svo ég er eiginlega bara mjög fegin. Þrátt fyrir allt.

Brussel um seinustu helgi. 2. fundur Evrópustjórnarinnar, og voða gaman að sjá þau öll aftur. Og svo er það Noregur um næstu helgi, en þá er ég komin í 6 vikna frí frá ferðalögum. Hélt ekki að það kæmi að þessari stund, en rosalega er ég fegin!

Var beðin um að fara til Hollands um næstu helgi, og svo til Sviss helgina þar á eftir, en sagði nei. Komið nóg á þessu ári, og tvær ferðir eftir í Desember!

Það er hins vegar sjáanleg aukning í þátttöku Íslendinga í nefndum hjá WAGGGS, 3 einstaklingar sem fengu bréf þar sem þau voru boðin velkomin í hinar ýmsu nefndir :o) Siggi Úlla kemur í minn hóp, og Jón Grétar og Esther fara í sitthvorn hópinn svo þetta verður góður hópur :o) Og örugglega voða fjör :o)

Og svo er ég svona nánast búin að dobbla Jón Ingvar í Planning team með mér fyrir námskeið sem ég er ábyrg fyrir í Desember :o)

Eitt samt alveg ótengt. Hef verið að velta fyrir mér, inn á blog.is, þá er alveg ótrúlega algengt að fólk sem setur tengingar við ákveðnar fréttir, að það sé bara með orðrétta endurtekningu á fréttinni. Hvað er eiginlega málið? Af hverju? Somebody með útskýringu á þessu fyrir mig?