fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Tíminn líður hratt...

... og það er aftur komin helgi!

Eða alla vega svona næstum því.

Á morgun hrúgast inn til okkar gestirnir, Ísak og Ómar um hádegi, og Anna passlega í kvöldmatinn. Seinna koma svo allir hinir því við ætlum að halda upp á það að við erum flutt í nýja íbúð og gera staðinn að heimili. Vitum reyndar eiginlega ekkert hversu margir eru að fara að mæta, svo það verður fróðlegt að sjá!

Veturinn er skollinn á hérna í Kóngsins Köben og nú bölvar maður öllum gluggunum, því hvergi flýgur hitinn hraðar út en þar. Hjálpar kannski ekki að vera með tvennar útidyr á ekki stærri íbúð, en hvað um það...

Keypti ljós til að hengja upp í eldhúsinu í gær, sjáum til hvort þau komast upp á næstu vikum eða mánuðum. Endar kannski með því að pabbi fái vinnu þegar hann kemur í december...?

Jólin eru enn höfuðverkur, hver á að vera hvar hvenær. Eitt er þó víst og það er að ég á flug þann 1. janúar kl. 08:00 þannig að valið er einfalt. Gamlárskvöld í Reykjavík, eða nýársnótt á þjóðvegi 1. Guess what I'm gonna do?!?!

Best að fara og reyna að redda þessu með íbúðina, þannig að gestirnir geti talið sér trú um að ég sé fyrirmyndarhúsmóðir!

adios


p.s.
Mig vantar alveg svakalega mikið að blogg/barnalandssíðum sem voru í Favorites í "gömlu" tölvunni minni, þannig að ef þú hefur vægan grun um að ég hafi stundum kíkt á síðuna ÞÍNA, þá máttu endilega senda mér slóðina. Og líka þó þig gruni það ekki neitt en viljir koma henni á framfæri!!! Annað hvort í komments eða bara á yahooið mitt gamla!

mánudagur, október 30, 2006

Það er gaman að ferðast!!!

Staður: Tolleftirlitið á Keflavíkurflugvelli.

Tollvörður 1: Helduru að þú setir ekki töskuna þína hérna uppá bandið?
Fríður: Jú, ekkert mál. (setur töskuna upp á)
Tollvörður 2: (frekar súr á svip og tón) Fyrirgefðu, ertu til í að setja bakpokann líka?!?!?!?!?
Fríður: Ha? Jú auðvitað, afsakið. (Setur tölvubakpokann líka upp á færibandið)

Tollvörður 1: Fyrirgefðu, en HVAÐ ertu með í töskunni?
Fríður: (byrjar að hugsa hverju í ósköpunum hún hafi pakkað í morgun sem gæti vakið áhuga tollvarðar, ... föt, snyrtivörur, bækur....)

JÁ!!! Ég er með bein!!!!!!

Tollvörður 1: Já, mér sýndist það...
Fríður: Þau eru samt úr plasti, það var enginn brytjaður niður...
Tollvörður 1: Hehe, okey. Ertu kannski að læra læknisfræði
Fríður: ... gæti passað ...En ég fékk alla vega að fara í gegn með beinin mín á þess að þau væru skoðuð nánar, og þetta dugði mér til þess að hlægja mig í gegnum daginn og nokkra daga á eftir!!!

Annars búið að vera ansi mikill flækingur undanfarið, Svíþjóð um þarsíðustu helgi, Köben á sun og flogið til Íslands á mánudag. Aftur til Köben á föst morgun þar sem ég sat á fundum alla helgina og djammaði í uniforminu mínu. Alltaf svoldið skrítin tilfinning þegar það er gert!!!