laugardagur, október 01, 2005

Lítill heimur!

Eins og sum ykkar hafa séð á msn þá er ég að fara til Belgíu. Þetta sá líka ítalskur strákur sem ég hitti á ráðstefnu fyrir nokkrum árum, og þá kom upp úr krafsinu að hann býr núna í Brussel. Við ákváðum nottlega að reyna að hittast þegar ég kem þangað, en þar sem nægur tími er til stefnu vorum við ekkert búin að ákveða stund eða stað fyrir það -> seinni tíma hausverkur!

Nema hvað. Í gær sé ég svo að hann er með "Copenhagen - Conference" á sínu msn. Haldiði ekki að guttinn sé bara hérna í CPH, og ég er að fara að hitta hann í kvöld!

Lítill heimur!

Annars kom Jón Ingvar í gær. Náði í hann á Kastrup, kíktum aðeins hingað heim og fórum svo á kínverskan veitingastað hjá Norreport áður en hann hoppaði upp í næstu flugvél. Æðislegt að hitta hann aftur og ef fleiri eiga leið hjá, endilega að kíkja í heimsókn :o)

fimmtudagur, september 29, 2005

en þetta gleymdist!

Jón Ingvar er að koma í heimsókn á morgun!

Hann ætlar að stoppa í heila 5 tíma, guð hvað ég held að ég verði orðin leið á honum þegar hann loksins fer! En alla vega, guttinn er á leið til Sviss og ætlar að millilenda hérna á leiðinni. Spurning um að sýna honum slottið og kannski eitthvað pínu af miðbænum :o)

Það hafðist!

Jæja, það hafðist loksins. Var búin að lofa fullt af fólki því að ég myndi byrja að blogga um leið og ég kæmi út en það stóðst ekki alveg :( Það er samt aðallega af því að ég hef ekki haft neina nettengingu heima, fyrr en núna að einhver yndislegur maður, Jóakim S, í byggingunni minni veit ekkert um tölvur og örugg net, þannig að ég get notað nettenginguna hans! :) Ég fæ samt vonandi fljótlega mína eigin tengingu, er allt á leiðinni, bara á dönskum tíma ;o)

Kem með "ferðasöguna" seinna, í smá bútum samt geri ég ráð fyrir. Vil samt þakka elsku Jenna bekkjarbró fyrir aðstoðina, sérstaklega nafnið á blogginu ;o)

Knús og kram