föstudagur, október 20, 2006

Þegar "vopnin" snúast í höndunum á manni

Var eitthvað að þykjast vera gella og setti á mig augnskugga. Nýr (gamall) litur og annar pensill en ég er vön að nota og niðurstaðan er sú að í staðinn fyrir að vera gella eru augnlokin mín stokkbólgin og augnskugginn í ruslinu. Held samt að það sé pensillinn því það stendur víst utan á penslaveskinu að þetta sé búið til úr ekta hestahárum...

... Einhverjir gætu munað eftir "incidentum" þar sem hestar og ég koma við sögu og þá ætti þetta svo sem ekki að koma mikið á óvart.

En alla vega, gellustælarnir farnir fyrir lítið og barmarnir stökkbólgnir eins og ég hafi grátið í alla nótt :o/


Um helgina verður Stefán einn heima, og er þetta 1 helgin af ansi mörgum sem verður varið í sitthvoru landinu. Ég er alla vega farin til Kristianstad að reyna að selja sjálfa mig áköfum kjósendum fyrir Ebrópuráðstefnuna í vor, svo bara...

...adios allir og góða helgi!!!

þriðjudagur, október 17, 2006

Að pakka fyrir skólann

Mappa með glósum áfangans
Gamla mappan úr "Ellu Kollu"
Bevægeapparatsins anatomi e. Finn Böjsen Möller
Netter - Human anatomi atlas
Eitt herðablað
Eitt viðbein
Eitt upphandleggsbein
Ein Öln
Ein Sveif
Eitt sett hendi með carpalbeinum
Pennaveski
Nóg af blöðum til að krota á
Nesti fyrir daginn


Love it!!!

P.s.

Hvað er í ÞINNI skólatösku?!?!?