laugardagur, janúar 28, 2006

Loksins búið!!!!!

Jæja, þá er víst kominn tími á að skella inn smá færslu. Hún verður ekki löng, en það kemur önnur bráðlega, líklega bara seinna í dag :o)

Ég kom sem sagt aftur "heim" eða hitt heim eða hvað ég á að kalla Köben, á fimmtudaginn, því ég átti að mæta á dönskunámskeið kl. 17:15 þann sama dag. Mér hafði verið sagt að ég ætti að fá bréf um námskeiðið 10 dögum fyrir start, sem hefði þá átt að vera 16 jan sem stóðst nú ekki alveg því þegar ég fór heim (alvöru heim, Ísland heim) þá var ég ekki búin að fá neitt bréf. Brá því á það ráð að senda mail og spyrja hvort ég væri ekki örugglega skráð og fékk það svar til baka að jú, ég væri það nú, og að ég ætti að mæta kl. 17:15 þann 26.

Jæja, kom heim í íbúðina, þreif hana hátt og lágt, og fór svo út á strætóstöð um hálf fimm, til að vera nú örugg að vera komin á tíma. Tók með mér bréfið sem hafði legið í póstkassanum og las það á meðan ég beið eftir strætó. Blasir þá við mér að fyrsta daginn erum við beðin um að mæta hálftíma fyrr, eða kl. 16:45. Þar sem kl. var nú eiginlega orðin 16:45 þegar ég las bréfið sá ég ekki fram á að verða við þessum óskum, og ekki batnaði ástandið þegar einhver maður sagði mér að strætóbílstjórar væru í verkfalli í dag!

Ég sem sagt mætti ekki á réttum tíma fyrsta daginn minn, boðar gott ekki satt ;o)

Annars virkar námskeiðið fínt þótt ég sjái alveg hvað ég hef að gera næstu vikurnar. Það er gert ráð fyrir 9 tíma heimanámi á viku, og við mætum 2x í viku í skólann!!! Þetta er sem sagt meira en gert er ráð fyrir að maður læri heima fyrir hvern tíma í Háskóla Íslands! Og fólkið er úr öllum áttum, Ítalíu, Tyrklandi, Finnlandi, Póllandi, Belgíu og Mexíkó svo eitthvað sé nefnt.

Brunaði svo niður í Paradise bíóið og fór á Rumor has it með Líney og Sævari sem ég var að hitta í fyrsta skipti loksins :o)

Notaði gærdaginn til að læra fyrir FADL prófið sem ég tók svo í morgun, og ekki minnkaði álagið næstu vikur við að heyra hvernig það gengur allt fyrir sig! En planið er alla vega þannig að á mánudögum verð ég á FADL, þriðjudögum á KISS (Dönskunámskeiðið), miðvikudögum aftur FADL og svo að lokum KISS aftur á fimmtudögum. Og svo eru alltaf einhverjir tímar um helgar, yfirleitt bæði lau og sun, og þetta eru alltaf amk 3-4 tímar í hvert skipti! Mér þarf s.s. ekki að leiðast, og ef þið eruð að hugsa um að koma í heimsókn þá er ég næst í fríi um helgi 24-26 feb :þ

En jæja. Nú er ég búin með allt sem ég VARÐ að gera, þannig að nú ætla ég að ganga frá farangrinum mínum síðan ég kom frá Íslandi, setja aftur í möppur allt sem ég tók út úr möppum fyrir prófið 18 jan, og svo bara gera nákvæmlega EKKI NEITT!!!!!

Kem samt fljótlega aftur með lýsingarnar á kommentafólkinu mínu :o)

Knús og kossar