föstudagur, nóvember 07, 2008

Úff. Er að fara að halda námskeið í Svíþjóð um helgina. Held að ég hafi aldrei verið jafn lítið undirbúin fyrir námskeið áður.

Væri eiginelga frekar til í að fagna J-degi i Kaupmannahöfn en að hoppa upp í lestina!

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Jólafrí

Þrátt fyrir að þessi önn sé að mörgu leyti algert helvíti (sem felst í því að setja vekjararklukkuna á 5: eitthvað...) þá er hún samt eina önninn þar sem ég fæ alvöru jólafrí :o)

Búin að panta flugmiðana, kem heim 17. des, og aftur út 6. janúar. S.s. bæði jól og áramót á Íslandi, og ekki flug út kl. 08:15 á nýársdagsmorgun ;o) Og ekkert sem þarf að lesa til prófs!!!

Æði æði æði

mánudagur, nóvember 03, 2008

Læknarnir á lungnadeild Næsved spítala taka alltaf stigann. Lika þó legudeildinn sé á 14 hæð!!!!