mánudagur, desember 15, 2008

2 dagar...

jæja, tveir dagar i heimkomu.

Hélt samkvæmt hefð jólaglögg á föstudaginn og bauð nánustu Íslendingunum hérna í kringum mig. Smá jólaspark í rassinn, því það verður að viðurkennast að það er fátt jólalegt við gráa Kaupmannahöfn, sérstaklega þar sem skrautið er búið að hanga síðan á fornöld, og sjaldnast kveikt á því (hvað er það btw?)


Allar jólagjafirnar komnar í hús, kláraði að pakka á LAUGARDAGINN!!! og búin að þrífa allt AFTUR. Búin að horfa á fleiri DVD en í allan vetur, og gera alveg fullt annað sem maður gerir bara þegar maður hefur ekkert að gera! Veit ekkert hvað ég get fundið nýtt að gera hérna þessa síðustu daga, ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home